Fréttablaðið - 22.07.2015, Side 33

Fréttablaðið - 22.07.2015, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 22. júlí 2015 | MENNING | 21 „Það er mikill leikur og gleði sem felst í því að gera stór textílverk og myndefnið sæki ég í hið iðandi líf sem leynist á ólíklegustu stöð- um,“ segir Gerður Guðmundsdótt- ir myndlistarkona um sýninguna Hringrás sem opin er í Listasal Mosfellsbæjar fram á laugardag. Gerður segir um tveggja ára vinnu liggja að baki sýningunni og að sum verkin séu býsna stór. Bláfjöll, sem búið er til með þrykktum laufblöðum á bláa, þæfða fleti, er til dæmis rúmir 15 fermetrar og það eitt tók hana níu mánuði að gera. Hún hrósar Listasal Mosfellsbæjar og segir gaman að sýna þar, til dæmis not- ist lítill gluggi þar til að dýpka eitt verkið með skuggum. Hún hefur samanburð við sali á stærri stöðum því hún var með Bláfjöll á listasafni í Frakklandi í eitt ár og áður sýndi hún í Freiburg í Þýskalandi. Gestir á sýningunni geta hitt Gerði í dag, því hún ætlar að sitja yfir. - gun Þúsundir blóma, silfraðar tjarnir og mýs á ís Á sýningunni Hringrás í Listasal Mosfellsbæjar leikur Gerður Guðmundsdóttir sér að fj ölbreytileika náttúrunnar. MÆÐGUR Gerður og Hanna Dís, dóttir hennar, standa við verkið Vorkoma sem saman- stendur af yfir tvö þúsund blómum í silunganeti. MYND/ÚR EINKASAFNI Það má segja að óperuveturinn á Íslandi skelli á strax í ágústlok en ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á sviði í Norðurljósasal Hörpu þann 29. ágúst. Baldursbrá var flutt á tvennum tónleikum sumarið 2014 og tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna, fyrst íslenskra barnasöngleikja. En að þessu sinni er á ferðinni heilstæð sviðsupp- færsla og er sýningin samstarfs- verkefni Litla óperukompanísins, Íslensku óperunnar og Hörpu. Gunnsteinn Ólafsson segir að tónlistin í Baldursbrá byggi að hluta á íslenskum þjóðlögum, bæði rímnalögum og þulum, en einnig bregði fyrir rappi og fjör- legum dönsum. „Óperan segir frá Baldursbrá sem kynnist sposkum Spóa. Þau ákveða að fara saman upp á fjallstind til þess að njóta útsýnisins en það reynist ekki ein- falt mál. Þau fá Rebba til að flytja blómið upp á efstu eggjar þar sem hræðilegur hrútur eigrar um í leit að æti. Yrðlingar Rebba reyna að fella Hrútinn en það reynist þeim þrautin þyngri. Líf Baldursbrár hangir á bláþræði og hún þarf að komast aftur heim í lautina sína sem fyrst. En hver kemur þá til bjargar?” Söngvarar eru Fjóla Nikulás- dóttir í hlutverki Baldursbrár, Eyj- ólfur Eyjólfsson í hlutverki Spóa, Jón Svavar Jósefsson er Rebbi, Davíð Ólafsson syngur Hrútinn og ellefu börn eru í hlutverki yrð- linga. 16 manna kammersveit leik- ur undir stjórn Gunnsteins Ólafs- sonar. Leikstjóri sýningarinnar er Sveinn Einarsson, leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson, búninga hannar Kristina Berman og Mess- íana Tómasdóttir gerir grímur. - mg Frumsýning á Baldursbrá TÓNSKÁLD Gunnsteinn Ólafsson er annar höfunda Baldursbrár. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, verður gestur Alþjóð- legs orgelsumars í Hallgríms- kirkju fimmtudaginn 23. júlí nk. en með honum á tónleikunum verð- ur Pamela de Sensi flautuleikari. Efnisskrá tónleikanna gefur góða mynd af þeim fjölmörgu eigin- leikum sem stóra Klais-orgel- ið býr yfir en Steingrímur mun leika Sónötu nr. 2 eftir Mendel- sohn og Suite gothique eftir Boëll- mann, auk þess sem nýtt verk eftir Steingrím sjálfan, Dialogus, verður frumflutt á tónleikunum. Dia logus er samið fyrir orgel og flautu og leikur Pamela á fjórar ólíkar flautur í verkinu sem eiga í samtali við hinar fjölmörgu pípur orgelsins. Tónleikarnir hefjast kl. 12 á fimmtudaginn og miðaverð er 2.000 krónur. - mg Alþjóðlegt orgelsumar FLAUTULEIKARI Pamela de Sensi flautuleikari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐKVÆM HÚÐ? PRÓFAÐU ALLA LÍNUNA… ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR ÞRÓAÐ Í SAMVINNU VIÐ DÖNSKU ASTMA- OG OFNÆMISSAMTÖKIN …fyrir heimilið, fjölskylduna og þig. Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral þér að vernda húð allra í fjölskyldunni. Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 2 -4 A 7 C 1 7 5 2 -4 9 4 0 1 7 5 2 -4 8 0 4 1 7 5 2 -4 6 C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.