Fréttablaðið - 14.07.2015, Side 4

Fréttablaðið - 14.07.2015, Side 4
14. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LEIÐRÉTTING Á síðu tvö í Fréttablaðinu í gær var birt mynd sem átti að vera af Jóhannesi Jenssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. Þau leiðu mistök urðu að myndin var af Arnari Jenssyni. MENNTAMÁL Verulegur munur er á hve mikið einstaklingar endur- greiða af námslánum sínum eftir því hve mikið þeir skulda LÍN. Heildarskuldir þeirra tuttugu einstaklinga sem lokið hafa námi og skulda LÍN mest nema 663 milljónum króna, samkvæmt því sem fram kemur í ársskýrslu LÍN sem kom út í gær. LÍN býst við að fá 80 milljón- ir króna núvirt endurgreitt frá hópnum, eða 12 prósent lánsfjár- hæðarinnar. Þeir tuttugu ein- staklingar sem skulda LÍN mest og eru enn í námi skulda um 506 milljónir króna. Því skulda fjöru- tíu einstaklingar LÍN 1,1 millj- arð króna en að líkindum verður aðeins lítill hluti þeirra lána end- urgreiddur. Þeir einstaklingar sem skulda LÍN minnst endurgreiða virði lána sinna nánast að fullu. Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra segir fullt tilefni til að endurskoða úthlutunarreglur sjóðsins. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdótt- ir, framkvæmdastjóri LÍN, kall- ar eftir umræðu um hvort breyta þurfi lánakerfi LÍN. „Viljum við setja aldurstakmörk á hvenær þú getur fengið lán? Átt þú að geta fengið lán eftir sex- tugt? Á að setja þak á upphæð námslána? Á að breyta afborg- unarskilyrðunum með einhverj- um hætti?“ spyr Hrafnhildur en bætir við að það sé stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti brugðist verði við. - ih Framkvæmdastjóri LÍN kallar eftir umræðu um að þeir sem fá hæstu lánin greiði hlutfallslega minnst: Fjörutíu manns skulda LÍN 1,1 milljarð LÍN Framkvæmdastjóri LÍN kallar eftir umræðu um lánasjóðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPURNING DAGSINS SÓLAR SJÓÐHEITUR í sólarhring! Hefst í dag kl. 12 SAMFÉLAG „Í grunninn bygg- ir þetta á misskilningi og lélegu listrænu uppeldi. Síðan kunna að krauma einhverjar annarlegar hvatir sem brjótast fram í hatri og einelti,“ segir Hannes Lárus- son myndlistarmaður, sem rek- inn var úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í lok maí. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að vísa honum og Ásmundi Ásmundssyni myndlistarmanni úr félaginu eftir leynilega atkvæðagreiðslu. Á fund- inum var lesin upp nafnlaus tillaga þar sem lagt var til að þeim yrði vísað úr félaginu. Gengið var til atkvæðagreiðslu og niðurstaðan varð að víkja þeim úr félaginu. Eftir kosninguna var það upp- lýst að Kristinn E. Hrafnsson lista- maður var sá sem bar upp nafn- lausu tillöguna. „Staðreyndin er sú að það hafa aldrei verið framin skemmdar- verk, ofbeldi né þjófnaður eins og formaður félagsins hélt fram í Fréttablaðinu í gær. Ásökun um hatursáróður er ekkert annað en meiðyrði,“ segir Hannes. Ásmundur og Hannes halda því fram að frávikningin sé meðal annars tengd meiðyrðamáli sem Ásmundur höfðaði á hendur Kristni eftir að þeir deildu í fjöl- miðlum. Kristinn skrifaði í grein sinni að Ásmundur væri kunnastur fyrir að eyðileggja listaverk ann- arra listamanna. Ásmundur höfð- aði meiðyrðamál gegn Kristni fyrir þessi ummæli og tapaði mál- inu. „Þessu væli verður að fara að linna,“ segir Kristinn. „Stjórn félagsins var búin að reyna að leysa málið og sendi félagsmönn- um alvarlega pósta og var félags- fundur haldinn um málið í mars og það leystist ekki. Það var því óhjá- kvæmilegt að taka á þessu á aðal- fundi. Ég held að félagsmenn hafi vel vitað hvað þeir voru að gera og það skiptir engu hver setti textann saman,“ segir Kristinn og bætir við að hann hafi ekki geta setið fundinn og því hafi hann beðið um að tillagan yrði nafnlaus. „Það gerði ég svo menn færu ekki að blanda saman óskyldum málum, enda sýnir sig nú að það var rétt mat hjá mér. Menn blanda alltaf saman persónum og mál- efnum og nú þykjast menn sjá samsæri í hverju horni,“ segir Kristinn sem telur að það sé ekki vinnufriður í húsnæði félagsins fyrir þeim félögum. „Ég veit að yngri listamenn hafa veigrað sér við að koma í félagið út af þessu ofbeldi,“ segir Kristinn. „Það er sjúklegt ástand að deila, sem í grunninn snýst um tjáningarfrelsi og hlutverk list- arinnar, veltist um í grasrótinni á sama tíma og fulltrúar kerfisins koma ekki nálægt umræðunni. Fulltrúar kerfisins eru þeir sem móta vinnuumhverfi listamanna. Það hefur til dæmis ekki heyrst neitt frá Listaháskóla Íslands né Listasafni Reykjavíkur,“ segir Daníel Magnússon listamaður og bætir við að málið snúist um völd og peninga. „Þessir menn eru að blanda gömlum deilum inn í brottrekst- urinn,“ segir Daníel og bætir við að þeir félagar verði ekki fyrir neinu einelti. „Þeir fela fram- komu sína þannig að þegar upp er staðið þá túlka þeir andóf félags- manna gegn sér sem árásir á tjáningarfrelsið.“ nadine@frettabladid.is Myndhöggvurum tekst ekki að höggva á hnútinn Hannes Lárusson og Ásmundur Ásmundsson myndlistarmenn voru reknir úr Myndhöggvarafélagi Reykjavík- ur eftir að tillaga barst frá Kristni E. Hrafnssyni myndlistarmanni. Félagsmenn greinir á um málið. KAFFISTOFA MYNDHÖGGVARAFÉLAGSINS Á myndinni má sjá verk eftir Ásmund Ásmundsson og Hannes Lárusson á kaffistofu Myndhöggvarafélagsins. MYND/LOGI Þessu væli verður að fara að linna. Stjórn félagsins var búin að reyna að leysa málið. Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður. Stað- reyndin er sú það hafa aldrei verið framin skemmdar- verk, ofbeldi né þjófnaður. Hannes Lárusson myndlistarmaður Verður heimanámið leikandi létt? Með Study Cake verður heima- námið loksins skemmtilegt. Nema danskan, hún verður alltaf leiðinleg. Kjartan Þórisson er einn stofnenda sprota- fyrirtækisins Study Cake sem gefur út forrit sem miðar að því að leikjavæða heimanám. MAROKKÓ Tvær konur voru sýkn- aðar af ákærum um óspektir á almannafæri í Marokkó í gær. Konurnar tvær voru hand- teknar þann 16. júní á markaði í Inezgane fyrir að klæðast stutt- um pilsum. Mál kvennanna vakti mikla athygli í Marokkó og söfn- uðust þúsundir undirskrifta þar sem þess var krafist að konurnar yrðu látnar lausar. - srs Tvær konur sýknaðar: Aðför að ein- staklingsfrelsi MÓTMÆLI Mótmælafundir voru haldnir víða í Marokkó konunum til stuðnings. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SKIPULAGSMÁL Álftanesvegur verður lokaður frá 13. til 22. júlí á meðan gengið er frá tengingu gamla Álftanesvegar við nýja Álftanesveginn sem liggur um Gálgahraun. Meðan á framkvæmdum stendur verður opin hjáleið um Garðaholt. Framkvæmdirnar munu ekki hafa áhrif á gangandi eða hjólandi vegfarendur. Fram- kvæmdirnar hafa valdið nokkurri óánægju en nokkrir mótmæl- endur voru handteknir árið 2013 fyrir að tefja fyrir þeim. Áætluð verklok eru 1. september. - srs Verklok áætluð í september: Lokuðu Álfta- nesvegi í gær SAKAMÁL Nokkur mansalsmál eru til skoðunar og rannsóknar hjá lög- regluembættum landsins. Í einu þeirra eru mögulegir þolendur um tuttugu talsins. Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryf- irlögregluþjónn segir mansalsmál erfið rannsóknar. „Því miður eru alltaf einhver og það eru nokkur til rannsóknar núna. Öll mansalsmál eru umfangsmikil og mjög flók- in í rannsókn og sérstaklega þar sem við erum með mjög viðkvæma brotaþola.“ Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suður- nesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um þrjátíu á undanförnum þremur árum. Vakni rökstuddur grunur um mansal er málið rannsakað. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglu- stjóri á Vestfjörðum, staðfestir að eitt þessara mansalsmála sé til rannsóknar hjá embættinu, það varði starfsfólk sem starfaði í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bol- ungarvík. Rannsóknin er að hans sögn á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um hvort það verði fellt niður. Málið kom fyrst upp árið 2013. Verkstjóri hjá fiskvinnslufyrir- tækinu Jakob Valgeir ehf. í Bol- ungarvík mun hafa rukkað hvern Pólverja sem fékk vinnu hjá fyr- irtækinu um 1.000 evrur. Sam- kvæmt heimildum frá lögreglu hefur sérfræðingur í mansalsmál- um frá Suðurnesjum aðstoðað lög- regluna við rannsókn málsins og reynt að varpa ljósi á hvort brotið sé gegn mansalsákvæði laganna eða ekki. - kbg Sérfræðingur í mansali fenginn til aðstoðar lögreglunni á Vestfjörðum: Mansalsrannsókn á lokastigi Í BOLUNGARVÍK Rannsókn máls- ins er við það að ljúka. Sérfræðingur í mansalsmálum var fenginn til að skera úr um hvort um mansal hefði verið að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1.000 evrur var hver Pólverji sem fékk vinnu hjá fyrirtækinu rukkaður um. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 1 -C F 0 C 1 7 5 1 -C D D 0 1 7 5 1 -C C 9 4 1 7 5 1 -C B 5 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 3 2 s _ 1 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.