Fréttablaðið - 14.07.2015, Síða 8
14. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
GRIKKLAND Þjóðhöfðingjar evru-
ríkjanna komust að samkomulagi
um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikk-
land í gærmorgun eftir 31 klukku-
tíma viðræður í Brussel, höfuðborg
Belgíu, um helgina. Samkomulagið
felur í sér að Grikkir fá á bilinu 82
til 86 milljarða evra.
Samkomulagið felur einnig í sér
breytingar á ríkisrekstri í Grikk-
landi, auk þess sem Grikkjum er
gert að einkavæða ýmsar stofn-
anir.
Ekkert er minnst á niðurfell-
ingu skulda í samkomulaginu.
Hins vegar verður mögulegt að
breyta skilyrðum varðandi endur-
greiðslur svo hægt verði að fresta
afborgunum ef nauðsyn krefur.
Fréttastofa The Financial Times
greinir frá því að Angela Merkel
Þýskalandskanslari og Alexis
Tsipras, forsætisráðherra Grikkja,
hafi eftir fjórtán tíma fund ákveð-
ið að brotthvarf Grikklands úr
evrusamstarfinu væri eina raun-
hæfa lausnin. Donald Tusk, forseti
leiðtogaráðs Evrópusambandsins,
gekk í veg fyrir þau þegar þau
voru að yfirgefa fundarherberg-
ið. „Fyrirgefið þið, en það er ekki
möguleiki að þið séuð að fara að
yfirgefa þetta herbergi,“ sagði
Tusk.
Tsipras sagði í gær að viðræð-
urnar væru erfiður bardagi en
Grikkir hefðu tryggt sér samning.
Hætta er á að gríska þingið sam-
þykki ekki samninginn þar sem sá
hluti Syriza, flokks Tsipras, sem
lengst er til vinstri kjósi að hafna
samningnum þvert á óskir Tsipras.
„Það er óeining innan flokksins.
Hluti af embættismönnum Syriza
er ekki samþykkur aðferðum for-
sætisráðherrans,“ hefur Bloom-
berg eftir Yanis Balafas, starfs-
manni Syriza.
Kassamerkið #ThisIsACoup
sem á íslensku útleggst „Þetta er
valdarán“ varð eitt það vinsælasta
í Evrópu á Twitter í gær. Ræddu
þar netverjar það sem kallað var
afsal sjálfstæðis Grikkja til Evr-
ópusambandsins annars vegar, því
samningurinn sem náðist er keim-
líkur þeim sem hafnað var í þjóð-
aratkvæðagreiðslu fyrr í júlí og
hins vegar að Grikkjum er gert að
einkavæða ríkiseignir fyrir um 50
milljarða evra.
Hagfræðingurinn Paul Krug-
man segir í grein sinni í The New
York Times að kröfur evrusvæðis-
ins séu brjálæði og þær séu hrein
svik við það sem verkefnið um
sameinaða Evrópu átti að standa
fyrir. Hann segir verkefnið, sem
hann hafi alltaf lofað og stutt,
hafa mögulega hlotið náðarhöggið
í gær. thorgnyr@frettabladid.is
Skiptar skoðanir
um nýjan samning
Evrusvæðið komst að samkomulagi um að veita Grikkjum 86 milljarða evra að-
stoð. Alexis Tsipras kallaði viðræðurnar erfiðan bardaga. Samningurinn felur ekki
í sér niðurfellingu skulda Grikkja, sem eru sagðir afsala sjálfstæði sínu til ESB.
ÓEINING
Samningurinn
sem Alexis
Tsipras náði
við leiðtoga
evruríkjanna
gæti splundrað
ríkisstjórn
hans.
NORDICPHOTOS/AFP
CHEVROLET Cruze LTZ
Nýskr. 12/12, ekinn 53 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 2.490 þús.
Rnr. 282451.
HYUNDAI i40 Comfort
Nýskr. 08/13, ekinn 35 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.490 þús.
Rnr. 120694.
Kletthálsi 11 -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
facebook.com/bilaland.is
NISSAN PATHFINDER SE
Nýskr. 05/12, ekinn 72 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
Rnr. 102871.
RENAULT CLIO Authentic
Nýskr. 03/14, ekinn 30 þús km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 1.990 þús.
Rnr. 142928.
RENAULT MEGANE Sport Tourer
Nýskr. 05/13, ekinn 52 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 2.890 þús.
Rnr. 131504.
HYUNDAI i30 Classic
Nýskr. 02/13, ekinn 30 þús. km.
dísil, beinskiptur.
VERÐ kr. 2.990 þús.
Rnr. 142561.
NISSAN JUKE Acenta
Nýskr. 06/14, ekinn 28 þús. km.
dísil, beinskiptur.
VERÐ kr. 3.190 þús.
Rnr. 191864.
Frábært verð!
5.990 þús.
GOTT ÚRVAL
NOTAÐRA BÍLA
Skoðaðu úrvalið á
bilaland.is
ALLT AÐ 90%
FJÁRMÖGNUN
TÖKUM NOTAÐAN
UPPÍ NOTAÐAN!
GERÐU FRÁBÆR KAUP!
Mán. - fim. kl. 09-18 - Föstud. kl. 09-17
Lokað á laugardögum í sumarÞITT ER VALIÐ
Þú velur að kaupa innréttinguna í
ósamsettum einingum, eða lætur okkur um
samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við
líka uppsetningu og endanlegan frágang.
Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM,
KLÆÐNINGUM OG EININGUM
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
STYRKUR - ENDING - GÆÐI
HÁGÆÐA DANSKAR
15ÁRA
STOFNAÐ 2000
Fyrirgefið
þið, en það er
ekki mögu-
leiki að þið
séuð að fara
að yfirgefa
þetta herbergi.
Donald Tusk, forseti
leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
0
-C
E
4
C
1
7
5
0
-C
D
1
0
1
7
5
0
-C
B
D
4
1
7
5
0
-C
A
9
8
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
3
2
s
_
1
3
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K