Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.07.2015, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 14.07.2015, Qupperneq 24
14. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 20 „Við settum aðsóknarmet og þetta gekk rosalega vel,“ segir Stefán Magnússon, forsprakki tónlist- arhátíðarinnar Eistnaflugs, sem fram fór um liðna helgi. Yfir tvö þúsund manns sóttu hátíðina í ár og var hún talsvert fjölmennari en undanfarin ár. „Þetta er að minnsta kosti 30 prósenta aukn- ing á milli ára. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið um 2.200 manns á hátíðinni þegar að mest var,“ segir Stefán alsæll en hann var að klára að sópa gólfið í tónleika- salnum þegar blaðamaður náði tali af honum. Þær erlendu hljómsveitir sem komu fram í ár voru ákaflega ánægðar með hátíðina. „Erlendu böndin voru heilluð af hátíð- inni og líka af landslaginu og náttúrunni hérna fyrir austan. Ónefndur erlendur hljómsveitar- meðlimur sagði við mig að þetta hefði verið í fyrsta skipti í marga mánuði sem það hefði verið gaman að spila á festivali,“ segir Stefán um erlendu böndin. Eistnaflug hefur ávallt verið mikil kynning fyrir Austur- land og segir Stefán að hátíðin í ár muni koma til með að vera ákveðin kynningarsprengja fyrir landið og Austurland sér- staklega. „Bara við vorum með um tíu erlenda blaðamenn sem við buðum. Þar fyrir utan komu örugglega um 20 til 30 aðrir erlendir blaðamenn og ljósmynd- arar. Þetta voru allavega svona 40 tímarit, að lágmarki, sem voru hérna. Þannig að þetta er einhver rosalegasta kynning sem Austur- land hefur fengið,“ segir Stefán. Tónleikarnir fóru fram í íþróttahúsinu í Neskaupstað í fyrsta sinn en áður höfðu þeir verið haldnir í Egilsbúð. Það þýðir að mun fleiri gestir geta sótt hátíðina. „Hátíðin verður með þessu sniði, þú bakkar ekk- ert út úr þessu dæmi. Þetta á bara eftir að stækka.“ Rúmlega 500 útlendingar mættu á Eistnaflug í ár og segir Stefán að miðað við þá umfjöllun sem er að fara í gang erlendis, megi reikna með um 700 útlend- ingum á næsta ári, sem er tals- verð aukning. Stefán segir erfitt að finna hápunkt á hátíð sem þessari. „Tónleikarnir voru einn hápunkt- ur, það er bara þannig,“ segir Stefán fullur tilhlökkunar fyrir næstu hátíð. Tvö erlend bönd eru nú þegar bókuð á hátíðina á næsta ári þau Belphegor og Melechesh. gunnarleo@frettabladid.is Auglýsingasprengja fyrir Austurland Eistnafl ug 2015 fór fram um helgina og var nýtt aðsóknarmet sett. Aðstandendur hátíðarinnar gera ráð fyrir enn stærri hátíð að ári. SVALUR Stefán Jakobsson úr Dimmu með sviðsframkomuna á hreinu. GAMAN SAMAN Veðrið lék við gesti Eistnaflugs á köflum.LIFI ROKKIÐ Um 2.200 manns voru á hátíðinni þegar mest var. RÍFANDI STEMNING Íþróttahúsið í Neskaupstað var troðfullt af rokkþyrstum töffurum. MYNDIR/FREYJA GYLFADÓTTIR -H.S., MBL ÞRIÐJ UDAGS TILBO Ð ÞRIÐJ UDAGS TILBO Ð ÞRIÐJ UDAGS TILBO Ð ÞRIÐJ UDAGS TILBO Ð ÞRIÐJ UDAGS TILBO Ð ÞRIÐJ UDAGS TILBO Ð KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA CINEMABLEND JAMES CAMERON SEGÐU MANNINUM ÞÍNUM AÐ ÞAÐ SÉ STELPUKVÖLD Í KVÖLD! ÍSLANDSVINURINN CHANNING TATUM ER SJÓÐHEITUR Í ÞESSARI SKEMMTILEGU SUMARMYND METRO NY NEW YORK DAILY NEWS SKÓSVEINARNIR 2D 4, 6 SKÓSVEINARNIR 3D 4 MINIONS - ENS TAL 2D 6, 8, 10 TERMINATOR GENISYS 10:35 TED 2 8 JURASSIC WORLD 2D 8, 10:20 INSIDE OUT 2D - ÍSL TAL 5 SÝND í 2D OG 3D EIN STÆRSTA FJÖLSKYLDUMYND ÁRSINS! SÝND MEÐ ÍSL OG ENS TALI ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 3 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 1 -3 5 F C 1 7 5 1 -3 4 C 0 1 7 5 1 -3 3 8 4 1 7 5 1 -3 2 4 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 3 2 s _ 1 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.