Húnavaka - 01.05.1999, Page 19
II UNAVAKA
17
ríkisjárnbrautunum. Þeir voru
byijaðir að rafvæða járnbrautirnar
og voru að auglýsa eftir tækni-
mönnum til vinnu. Þetta kom til
greina hjá mér eða þá að fara til
Alaborgar og vera þar í tvö ár til
að taka mastersgráðu í rafmagns-
fræði.
Eftir að hafa velt þessu íyrir mér
um veturinn hringi ég vorið 1989
heim til Islands í Guðmund Pét-
ursson, vin minn, sem bjó á Akur-
eyri en hafði verið í námi úti.
Spurði ég hann af hálfgerðri rælni
hvort hann vissi um einhverja
vinnu og bað hann að láta mig vita
ef hann vissi af vinnu sem hentaði
mér.
Síðan gerist það að systir mín,
Magnea Guðmundsdóttir á Flat-
eyri, sem síðar varð kunn í fjöl-
miðlum, kemur um sumarið með fjölskyldu sína í heimsókn til mín. Við
höfðum leigt bíl og skipulagt ferð til Austurríkis. Þegar við vorum að
bera dótið okkar út í bílinn hringir síminn og það var Guðmundur, vin-
ur minn á Akureyri.
Hann ráðleggur mér að sækja um stöðvarstjórastöðuna við Blöndu-
virkjun. Eg spurði hann þá hvort hann kynni íleiri brandara. Nei, ég
kann þá ekki, svarar hann að bragði, en \erkfræðistofan sem ég vinn á er
á Glerárgötu 30 og við leigjum þar húsnæði af Landsvirkjun sem er með
sínar aðalskrifstofur á Norðurlandi á efstu hæðinni. Eg fer stundum með
Knúti Otterstedt, yfirmanni Landsvirkjunar á Norðurlandi, í lyftu á
morgnana og nýlega spurði ég hann hvort ekki vantaði stöðvarstjóra við
Blönduvirkjun. Knútur taldi að bráðlega yrði farið að huga að |dví. Guð-
mundur sagðist þá þekkja vélstjóramenntaðan mann með reynslu á skipi,
hefði starfað þrjú ár við vatnsorkuver vestur á fjörðum og væri að ljúka
BS prófi um næstu áramót í rafmagnstæknifræði. Þá hefði Knútur sagt.
Það segir ekki að við getum notað hann en láttu hann sækja um.
Eg sagði Kristjönu frá símtalinu og þá svaraði hún snögg upp á lagið.
Nei, takk, ekki eitt krummaskuðið enn. Við fórurn til Austurríkis og ég
hugsaði ekki nteira um þetta mál.
Saubburbur vib Mjólkárvirkjun.