Húnavaka - 01.05.1999, Page 40
38
11 LJ NAVAKA
En vonin um frelsi í brjóstunum bjó
og bar loksins ávöxt um síðir,
eins og lækur sem fossar á leið nið’r að sjó,
hann leitar frá þyngslum af frosti og snjó
þegar vorvindar blása blíðir.
Við brutumst frá allsleysi, eymd og ueyð,
nú er arðsemishugsjónin skarpa.
Við fetuðum ótrauðir framfaraleið
og framkvæmdagleðin í æðunum sveið,
hjá ættmennum alkunnra garpa.
Þú, íslenska þjóð, berðu höfuðið hátt,
vertu hreykin aflandinu ísa.
Við skulum enn treysta okkar megin og mátt
og meta að lifa í friði og sátt
við grannann og guð okkar prisa.
PENINGUNUM MÍNUM VERÐUR STOEIÐ í NÓTT
Jón bóndi að Snæringsstöðum í Svínadal, faðir Kristjáns bónda í Stóradal en
langafi sögumanns míns, var maurakarl og átti talsvert afpeningum geyntt í skjöðu í
kistu sem stóð á skálalof'ti.
Eitt kvöld þá er Jón var nýsofnaður reis hann upp og mælti: “Peningunum mínum
verður stolið í nótt.” Að svo mæltu stökk karl á fætur, bljóp fram í skála, tók peninga-
skjóðuna og setti hana undir höfðalag sitt.
Þá er komið var á fætur um morguninn sást að brotist hafði verið inn í skálann.
Kistan var rammgjör og höfðu þjófarnir því ekki getað lokið henni ttpp, höfðu þeir
þá rofið þakið á skálanum og haft kistuna út um það. Því næst höfðu þeir farið með
hana ofan í túnfót, brotið hana upp, stolið úr henni fötum og ýmsu öðru fémætu en
enga peninga fundið.
Seinna komst upp um þjófana og voru þeir menn þar úr dalnum. Þeir fengu mak-
leg málagjöld og voru hýddir en Jón bóndi hélt peningum sínum.
Eflir sögn Jónasar Kristjánssonar laknis 1901 en hann hafbi eflir sögn Þorsleins bónda
Þorsteinssonar að Grund íSvínadal.
Þjóðsögur Olafs Davíðssonar.