Húnavaka - 01.05.1999, Page 54
SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON, Blönduósi:
Dýrir mjólkurpeningar
Á fyrri hluta þessarar aldar var Blönduós hægt vaxandi bær og atvinna
heldur stopul, einkum að vetrarlagi.
Á þeim árum var mjög algengt að þorpsbúar væru með nokkurn bú-
pening, einkum kýr og kindur, til búdiýginda. Þó voru nokkrir sem áttu
hross, helst dráttarhesta. Heyjað var handa þessum skepnum, þegar
stundir gáfust til, var það bæði á túnblettum á Blönduósi, á engjum fram
í Þingi, í Langadal og ugglaust víðar. Þá voru jafnvel slegnir vegskurðir,
heyið flutt blautt heirn og þurrkað á túnblettunum.
Sumir voru með mjólkurframleiðslu umfram eigin þarfír og seldu öðr-
um. Aðrir voru í mjólkurviðskiptum við bændur í nágrenninu og má þar
einkum nefna Björn Geirmundsson á Hnjúkum, Þorstein Sigurðsson í
Enni, Ásgeir Blöndal á Blöndubakka og Guðmann Valdimarsson í Bakka-
koti. Þá fór Bjarni Gestsson á Björnólfsstöðum oftast vikulega með skyr,
smjör og rjóma til Blönduóss en var ekki með nýmjólkursölu.
I einni ferðinni lenti Bjarni í afspyrnuroki á aust-norð-austan. Hann
var með hest og kerru. Þegar hann kom upp á Breiðavaðsnúpinn fuku
hestur og kerra á hliðina og tómir skyrdallar og flöskur undan rjóma
fuku út í veður og vind.
Sigurður H. Þorsteinsson er fæddur í Enni
í Engihlíðarhreppi 14. júní 1934. Foreldrar
hans voru, Þorsteinn Sigurðsson bóndi þar og
kona hans Halldóra Ingimundardóttir. Sigurð-
ur flutti úr föðurgarði árið 1956 til Reykjavík-
ur. Arið eftir kvæntist Sigurður, Helgu Astu
Olafsdóttur sent var fædd í Reykjavík 5. júní
1932. Þau fluttu til Blönduóss 1959 og bjuggu
þar síðan. Sigurður rak verkstæði til ársins
1987. Helga kona hans andaðist 23. febrúar
1997. Börn þeirra eru sex, f)órar dætur og
tveir synir.