Húnavaka - 01.05.1999, Page 55
HUNAVAKA
53
Farið var með mjólkina daglega og ekki kom til álita að sleppa úr ferð
hvernig sem veður og færi var.
Mjólkursamlag SAH á Blönduósi tók til starfa um áramótin 1947-1948.
Ekki munu allir hafa verið sáttir með mjólkina þaðan og vildu sumir fá
hana beint úr sveitinni. Lengst munu þeir Blöndubakka- og Ennisbænd-
ur hafa haldið út að selja mjólk í heimahús á Blönduósi.
Eg ætla að lýsa einni mjólkurferð sem er sú eftirminnilegasta af rnörg-
um sem ég fór.
Það var í mars 1952. Veðrið var norðan blindhríð með miklu frosti. Ég
var einn heirna í Enni. Móðir mín lá á sjúkrahúsi í Reykjavík vegna
brunasára er hún hlaut í febrúar 1951 og faðir minn fór suður til að
heimsækja hana.
Ég fór snemma á fætur, byrjaði á að fara í fjárhúsin, gefa fénu og síðan
hrossunum. Þávar komið að fjósverkunum, tólf kýr mjólkandi sem þurfti
að handmjólka þar sem engar voru mjaltavélarnar. Það þurfti að gefa
kúm og geldneytum, ntjólka, brynna og taka til mjólkina, það er að segja,
setja hana á smábrúsa handa hverjum og einum kaupanda. En yfirleitt
voru einn til fimm lítrar í stað.
Ég var búinn að þessu um klukkan hálf ellefu. Þá hringdi ég í Asgeir á
Blöndubakka og \ ið ákváðum að hittast á vegamótunum á Skagastrandar-
vegi og Neðribyggðarvegi. Þá var að búa sig sem best, koma brúsunum á
sleða, fara í hesthúsið og leggja aktygin á hestinn, spenna fyrir sleðann
°g leggja af stað. Klukkan var þá að verða ellefu. Sæmilega gekk niður á
vegamótin þó að skyggni væri nær ekkert og afspyrnurok. Þar hittumst
við Asgeir en hann var líka með hest og sleða.
Þegar við komum á Klaufarbarminn virtist þar vera kominn feikna-
mikill snjór og þótti okkur vissara að athuga hvernig hann lægi áður en
lengra væri farið með hestana. I ljós kom að þar voru skaflar stórir og
höfðu myndast miklar hengjur svo að ekki yrði um að ræða að fara þar
niður með sleðana aftan í hestunum. Ekki kom heldur til greina að fara
suður melana og niður Amundakinn þar sem við vissum að hún var
alófær. Tókum við það ráð að spenna hestana frá sleðunum og hrjótast
nteð þá lausa niður fyrir hengjurnar. Það tókst og bundum við þá við
girðingu sem var meðfram veginum og skildum þá þar eftir. Síðan brölt-
um \dð aftur upp á brekkubrúnina að sleðunum og tókum alla brúsana af
öðrum sleðanum og gengum frá þeint í skjóli við hinn sleðann svo að
þeir fykju ekki í burtu. Drösluðum við svo tóma sleðanum niður til hest-
anna. Því næst var að selflvtja alla mjólkurbrúsana niður eftir og koma
þeim fyrir á sleðanum. Það voru margar ferðir.
Færðin var alveg sæmileg um bæinn þó að víða væru nokkrir skaflar.
Við þurftum að konia mjólkinni í hús bæði utan og innan við Blöndu
svo að við urðum að fara inn á brú.