Húnavaka - 01.05.1999, Page 77
HUNAVAKA
75
Þorsteinn Konráðsson. Margrét OddnýJónsdóttir.
Ljósm.: Arnór Egilsson. Ljósm.: Sigfús Eymundsson.
Eyjólfsstöðum: Sigurðurjónas, síðar heildsali í Reykjavík, Jóhannes Nor-
dal, síðar iðnrekandi í Reykjavík, Guðrún Margrét, síðar húsmóðir í
Reykjavík, Unnur Sigurlaug, síðar verslunarmaður í Reykjavík, Hulda Sig-
ríður, síðar verslunarmaður í Reykjavík, Hannes Eggert, síðar heildsali í
Reykjavík og Konráð, síðar kaupmaður í Reykjavík.
Annað fólk á Eyjólfsstöðum var: Pétur Olafsson, síðar bóndi á Kötlu-
stöðum, Guðrún Jóhannsdóttir og Þuríður Illugadóttir, (móðir og amma
Jóhanns Olafs Péturssonar Olafssonar. Jóhann varð trésmíðameistari á
Akranesi). Sigurlaug Guðbjörg Kristjánsdóttir, (systir Hallgríms á Hofi
og Björns í Hvammi), Sigurfinnur Jakobsson, síðar bóndi á Hurðarbaki
og loks Kristín Magnúsdóttir, kölluð eldakona og hjú á manntalinu. Hún
var fjarverandi í Hvanneyrarsókn.
Samkvæmt manntalinu voru 15 manns á Eyjólfsstöðum.
Bakki var hjáleiga frá jörðinni á þessum árum eða frá árinu 1906 til
ársins 1948 að þau byggðu upp á jörðinni Jón Bjarnason og Kristín Lár-
usdóttir, núverandi eigendur og ábúendur þar. Jóhannes N. Þorsteins-
son á Eyjólfsstöðum var þó talinn ábúandi á Bakka árið 1926 og byggði
hann fjárhús þar á bæjarhólnum niður við Vatnsdalsá. Jóhannes þótti
mikið bóndaefni og skaði fyrir sveidna er hann flutd til Reykjavíkur. A
þessum árum þróaðist vinátta hans og Onnu systur minnar og varð ég
trúnaðarmaður þeirra, þannig að bera á milli þeirra bréf. Var samdrátt-
ur ungs fólks með allt öðrum hætti í þá daga og átd að fara leynt. Sjálfur
dáði ég Jóhannes og varð hann mér fyrirmynd á ýmsa lund.