Húnavaka - 01.05.1999, Page 80
78
H UNAVAKA
eldhúsinu hjá Valgerði. Sömuleiðis að ég fór fyrstu kaupstaðarferðina til
Blönduóss með móður minni og henni. Báðar riðu þær í söðli og voru á
góðum hrossum. Mamma á Svölu sinni, sem bæði var viljug og ganggóð,
en Valgerður á Grána sínum, litlum hesti, hvatlegum og hreyfmgafim-
um.
Rúm húsakynni voru á Hofí. Eldhúsið var sunnan bæjardyra með
glugga fram á hlaðið og þaðan gengið upp stiga í kvistinn sem var svefn-
hús þeirrajóns og Valgerðar. Þar var og setið við spil. Norðan bæjardyra
var svo baðstofan, að minnsta kosti í tvennu lagi. Þar var vinnu- og svefn-
staður annars heimilisfólks. Sérstætt var um Hofsheimilið, á þessum
árum, hvað það var opið til sameiginlegrar glaðt'ærðar sveitunganna. Þar
voru margir fundir haldnir, ráð ráðin, spilað og dansað. Þeir Agúst og
Hallgrímur voru líka afgerandi þátttakendur í félagslífi ungs fólks í sveit-
inni. Hallgrímur var mesti skautamaðurinn í dalnum og veitti þeirri
íþrótt forustu ásamt Skúla á Undirfelli og fleira vösku fólki. Þótti okkur
krökkunum í framdalnum mikið til koma er þetta fólk kom fram á
Tunguengiö þar sem oft var gott skautasvell þótt það væri miklu stærra
og samfelldara í útdalnum.
Kötlustaðir
Á Kötlustöðum bjuggu feðgarnir
Sigurður Blöndal og Björn S. Blön-
dal. Vetrarstúlka var þar Kristín Vil-
hjálmsdótdr er varð eiginkona
Björns. Ráðskona var talin Þorbjörg
Elín Helga Jónsdóttir og man ég
ekki eftir henni en fimmti heimilis-
maðurinn var „tökudrengurinn",
Tyrfingur Agnarsson, bróðir þeirra
systkinanna á Hofi, Onnu og Ás-
gríms.
Sigurður Blöndal bjó á Kötlu-
stöðum á árunum 1903 til 1921, en
áður hafði hann búið í Hvammi
árin 1892 til 1899. Hann var ekkju-
maður, sonur Benedikts Blöndal
umboðsmanns í Hvammi.
Sigurður á Ködustöðum var mjög
góður við mig ungan drenginn og
er hann mér því minnisstæður. Bærinn á KöUustöðum stóð uppi í miðju
Björn S. Blöndal, Kötlustöðum.
Eig. myndar: Kristín Lárusdóttir.