Húnavaka - 01.05.1999, Page 86
84
H U N A V A K A
Gudmundur Magnússon, Guðrúnar-
stöburn. Ljósm.: Olafur Magnússon.
reyndar allra nágrannabæja. Hjónin voru glaðsinna og blönduðu geði
við fólk umfram marga aðra, m.a. með ferðalögum. Guðmundur bóndi
var hesthneigður og hjónin bæði vel ríðandi. Guðrún reið alltaf í söðli,
eins og þá tíðkaðist um konur. Hestur hennar hét Dreyri en hestur Guð-
mundar var bleikur, viljugur klárhestur. Þau sáust oft ríða hjá garði í Þór-
ormstungu út og vestur Eyrarnar og yfír Vatnsdalsána sunnan við
Móhelluna. Talið var að ferðalög hjónanna drægju úr hagsæld búskapar-
ins og var efnahagur nokkuð þröngur. Guðmundur á Guðrúnarstöðum
var prúðmenni, vinsæll og eftirsóttur spilamaður, enda mikið spilað í
Vatnsdalnum á þessum árum og síðar. Guðmundur var jafnan settur
hreppstjóri ef sá er embættið hafði var fjarverandi.
Guðrún á Guðrúnarstöðum hafði, áður en hún giftist, stundað karl-
mannafatasaum. Hafði hún verið í Þórormstungu í þeim erindum og
tengst vinaböndum við foreldra mína sem entust síðan. Naut ég dekurs
hjá Guðrúnu, smá snáði, og kallaði hún mig kærastann sinn. Kort á ég
frá Guðrúnu er sýnir þetta og varð að undrunarefni dætra ntinna, löngu
seinna, er þær sáu kortið og spurðu þá mömmu sína hvenær pabbi hefði
átt þessa kærustu!
Guðrún var sérstæð og bar með sér hressandi blæ. Pólitísk var hún
umfram aðrar konur í sveitinni og jafnvel sýslunni og fór ekki dult með
að hún fylgdi Framsóknarflokknum að málum, sem og maður hennar.
Ekki olli þetta Guðrúnu óvinsælda enda lagði hún ekki pólitískan mæli-
kvarða á vini sína. Sigurlaug, móðir Guðmundar á Guðrúnarstöðum, var
Guðrún Jónsdóttir, Gi/ ðrú narslöðum.
Ljósm.: P. Brynjólfsson.