Húnavaka - 01.05.1999, Side 91
HUNAVAKA
89
lega sn)Ttileg og vel um gengin. Sjö manns voru í Hólkoti því hjónin áttu
fjögur börn: Björn Finnbogi var elstur, þá Magnús, Guðrún og Ingibjörg
yngst, nokkuð á öðru ári þegar manntalið var tekið. Loks var svo vinnu-
kona, Margrét Jónasdóttir, síðar húsfreyja að Urriðaá í Miðfírði, systir
Benedikts í Vöglum og þeirra systkina.
Náin samskipti og vinátta var á milli Hólkotsfjölskyldunnar og okkar í
Þórormstungu. Hélst sú vinátta milli foreldra minna og Hólkotshjón-
anna meðan lífið entist. Við börnin vorum líka á mjög svipuðu reki. Júl-
íus í Hólkoti var kappsfullur dugnaðarmaður. Þurfti hann mjög á því að
halda við erfiða búskaparaðstöðu. Mikið af heyfengnum sótti hann út í
Gilsstaðaflóa og flutti á hestum fram að Hólkoti. Var það löng heybands-
leið. Þau voru uppeldissystkini Júlíus ogjóseflna á Gilsstöðum. Hún dótt-
ir Magnúsar Steindórssonar í Hnausum en þar var Júlíus að nokkru leyti
alinn upp þótt fæddur væri vestur á Borðeyri. Eg lærði „smástrákur“ að
binda bagga af þeim bændum í Vöglunr, Kárdalstungu og Hólkoti því
enginn akvegur var þangað fram á bæina og bundu þeir því kaupstaðar-
varning sinn í bagga á hlaðinu í Þórormstungu. M.a. man ég eftir því í
sláturtíðinni að þeir fluttu blóðið í belgjum og hengdu á klakk. Júlíus
var mjög kappsfullur við hvert verk er hann tók sér fyrir hendur og draup
þá af honum svitinn. Bæði voru þau hjónin há og beinvaxin og vel á sig
komin. Þau voru mikið greiðafólk.
Þórormstunga
Eins og fram hefir komið var æskuheimili mitt í Þórormstungu. Þar er ég
fæddur og dvaldi til 13 ára aldurs. Foreldrar mínir, þau Gísli Jónsson og
Katrín Grímsdóttir, höfðu komið frá Stóradal að Þórormstungu vorið
1907. Við systkinin vorum öll fædd og eldri systur mínar komnar á skóla-
aldur. Vegna þess að barnaskólinn í framdalnum var alltaf í Þórorms-
tungu á þessum árum, hófst skólaganga okkar snemma og aðstaða okkar
var betri til námsins en annarra krakka sem sóttu skólann. Elst var Anna,
þá Kristín, Grímur, Salóme og Ingibjörg. Auk okkar var hálfsystir okkar
að föðurnum, Ingibjörg (Abba), í Þórormstungu en hún hafði verið alin
upp í Meðalheinri hjá Pétri T. Tómassyni og kallaði hún hann fóstra sinn.
Onnur stúlka var á bænum, Dýrunn Olafsdóttir, hún var vinnukona og
Runeberg Olafsson, vinnumaður og loks vetrarmaðurinn, Hafsteinn Jón-
asson, bróðir Benedikts í Vöglum og þeirra mörgu systkina. Allt var þetta
fólk á góðum aldri. Samdráttur var með þeim Dýrunni og Runeberg og
urðu þau síðar hjón og bjuggu lengi í Kárdalstungu. Báðir voru þeir
Runeberg og Hafsteinn bráðröskir menn. Runeberg var aðalfjármaður-
inn og átti létt um gang. Kom það sér vel því fénaðarferð var löng í Þór-