Húnavaka - 01.05.1999, Page 95
H U N AVA K A
93
Forsæludalur
í Forsæludal voru 11 manns. Hjónin, Sigfús Jónasson og Sigríður Ólafs-
dóttir, áttu sex börn er hér var komið. Sigríður var systir Runebergs í Þór-
ormstungu og voru þau afkomendur Bólu - Hjálmars. Börnin voru þessi
í aldursröð: Ingibjörg, Benedikt, Jónas, Sigríður, Sigfús og Ólafur. Voru
eldri systkinin mjög á svipuðu
reki og við krakkarnir í Þór-
ormstungu. Þá var í Forsælu-
dal faðir Sigfúsar bónda,
Jónas Jóelsson, áður bóndi í
Saurbæ, aldraður orðinn, svo
og vinnukonan, Þórdís Stef-
ánsdóttir og vetrarmaðurinn,
Páll Sigurðssoii, síðar bóndi í
SkagaFirði. Hann var bróðir
Kristjáns kennara á Brúsastöð-
um.
Heimilið í Forsæludal hafði
yfír sér nokkuð sérstakan blæ.
Sigfús bóndi var bókbindari
að iðn og stundaði liana mik-
ið. Hann var mikill unnandi
ljóða, kunni ósköpin öll af
vísnakveðskap og safnaði.
Orðræða hans við gesti og
gangandi var mjög í fræði-
mannastíl og hafði yfir sér
menningarblæ. Sóttu menn á
fund hans í þeim erindum að
fræðast og eiga með honum skemmtilegar viðræður. Sigríður kona hans
var ákaflega veitul, svo að segja mátti að hún sæist vart fyrir, svo mikið
var örlæd hennar er gesti bar að garði. Þurfti heimilið því mikils við. Mik-
il matbjörg var Forsæludalsheimilinu að sækja veiði bæði í Friðmundar-
vatn og Eyjavatn en jrau vötn bæði liggja að heimalandi jarðarinnar. Var
Sigfús bóndi harðsækinn við veiðarnar og aðra aðdrætd, bæði sumar og
vetur. Nutu margir góðs af veiðiskap hans því þau hjón voru gjafmild og
greiðug að láta sveitungana njóta nýmedsins. Man ég að Sigfús kom oft
að Þórormstungu með silung. Sigfús í Forsæludal gekk ætíð berhöfðað-
ur, jafnt þótt frostharka væri eða úrfelli og var þó bersköllóttur. Man ég
Sigfús Jónasson og Sig)idur Ólafsdóttir
búendur íForsæludal.