Húnavaka - 01.05.1999, Side 96
94
HÚNAVAKA
og að hann fór marga ferðina til Blönduóss að vetrinum er þaðan var
þörf aðdrátta. Atti hann brúnan akhest sem margreyndur var til slíkra
ferðalaga er vissulega kröfðust harðfylgis af manni og hesti í misjöfnum
veðrum.
Jónas Jóelsson, faðir Sigfúsar, var gamall maður orðinn og hljóðlátur.
Hann hafði, á þessum árum, látið af öllum umsvifum. Hann var hag-
mæltur en fór dult með. Er því ekki að undra þó að systkinunum í For-
sæludal yrði ljóð á tungu er þau uxu úr grasi. Ekki get ég látið hjá líða að
geta um aðstöðumun okkar systkinanna í Þórormstungu og barnanna í
Koti og Forsæludal. Við gátum lesið námsfögin okkar að morgninum
meðan þau voru að brjótast liina löngu leið.
Um Þórdísi gömlu í Forsæludal ræði ég ekki þar sem hún er mér ekki
minnisstæð. Páll Sigurðsson var líkur bróður sínum, Kristjáni, að yfír-
bragði og glaðsinna. Húsakynni í Forsæludal voru mjög léleg á þessum
árum. Stofa var sunnan bæjardwa en skáli að norðan. I þeim hluta bæjar-
ins var oft húsfólk. Inni í miðjum bænum var eldhúsið til vinstri er inn
var gengið til baðstofu sem var í tvennu lagi. Faðir Sigfúsar var í suður-
endanum og var gluggi til suðurs í þykkum torfstafni. Fljótlega byggði
Sigfús upp suðurenda baðstofunnar og urðu húsakynni við það allt önn-
ur og rj'inri. Varð þar vinnustaður Sigfúsar \’ið bókbandið en þá var Jónas
faðir hans látinn.
Grímstunga
I Grímstungu voru 16 manns. Húsráðendur voru hjónin, Lárus Björns-
son og Péturína Björg Jóhannsdóttir. Tveir synir þeirra voru þá fæddir en
kornungir: Björn Jakob og Helgi Sigurður. Fósturdóttur áttu hjónin,
Láru Guðmundsdóttur Steinssonar á Blönduósi. Dóttur höfðu þau hjón-
in átt fyrsta barna sinna, Helgu Sigríði, er fæddist 19. maí 1916 en hún
dó 2. nóventber 1920, skömmu áður en manntalið var tekið. Næst á
manntalinu eru svo fósturforeldrar Péturínu, þau Jakob Arnason og
Kristín Sveinsdóttir. Þá eru taldir foreldrar Péturínu, Jóhann Skarphéð-
insson og Halla Ragnheiður Eggertsdóttir. Síðan systir Lárusar bónda,
Vigdís Björnsdóttir, kennari í Engihlíðar - og Torfalækjarhreppum. Þá
kemur Eiríkur Halldórsson. Hann varð síðar eiginmaður Vigdísar kenn-
ara og bjuggu þau m.a. lengi í Skólahúsinu á Sveinsstöðum. Tvö systkini
Péturínu voru í Grímstungu, þau Eggert Egill og Ragnheiður Vilhelm-
ína. Síðast eru svo talin vandalaus hjú, þau Sigríður Sigfúsdóttir, Lárus
Elíasson og Sveinn Jónsson.
Stórt bú var í Grímstungu og mikil umsvif. Hjónin, Lárus og Péturína,
voru í blóma aldurs síns, ætluðu sér stóran hlut í búskapnum en heimil-