Húnavaka - 01.05.1999, Blaðsíða 100
98
H U N A V A K A
Annað fólk á Haukagili var Guðrún Jónasdóttir og maður hennar, Jakob
Guðmundsson. Þau voru foreldrar Sigurfinns á Eyjólfsstöðum og þeirra
systkina. Þau voru vinnuhjú. Vetrarmaður var á Haukagili, Jóhann Guð-
mundur Sigfússon, en hann var fjarverandi á Brúsastöðum er manntalið
var tekið. Jóhann varð síðar tengdasonur þeirra Guðrúnar Jónasdóttur
og Jakobs Guðmundssonar, átti Sigrúnu dóttur þeirra. Þau urðu örlög
Jóhanns að drukkna í Hnausatjörninni. Voru þau hjónin þá búsett á Ara-
læk, þar rétt hjá. Loks var á Haukagili, Steinþór Guðmannsson frá Gil-
haga, kallaður léttadrengur.
Eggert á Haukagili var góður smiður, sem Þorsteinn á Eyjólfsstöðum
bróðir hans. Ekki var Eggert talinn hneigður til búskapar þótt hann
byggi vel og farsællega. Hann hugleiddi um marga hluti, sem aðrir bænd-
ur í sveitinni létu sér fátt um fínnast. „Fingrarím“ var honum tiltækt og
verkfræðileg efni voru honum hugleikin. Eggert var oddviti um skeið og
síðar hreppstjóri í Ashreppi með fleiru er sýndi að hann hafði traust sam-
tíðarmanna sinna. Agústína frænka hafði miklu að sinna með börnin sín,
sitt á hverju árinu, en það var henni mikil og sérstæð hjálp að heimilis-
konur tóku börnin að sér til umönnunar. Var heimilið á Haukagili mjög
í föstum skorðum enda Agústína skapföst og yfirveguð í öllu dagfari.
Voru þær að því leyti líkar systurnar, móðir mín og hún. Góð frændsemi
var á ntilli bæjanna Haúkagils og Þórormstungu og eru mér minnisstæð
jólaboðin að Haukagili. Mikil tilhlökkun var hjá okkur krökkunum í Þór-
ormstungu að leika okkur með frændsystkinum okkar og svo var það all-
ur veislukosturinn sem við kunnum aldeilis að meta. Ekki gat þó orðið
eins náinn samgangur milli Þórormstungu og Haukagils og Þórorms-
tungu og Marðarnúps. Þ\ í réði Vatnsdalsáin, sem ekki varð hlaupið )fír á
planka, eins og yfir Tunguána.
Bærinn á Haukagili stóð upp undir bæjarhólnum sunnan við bæjar-
lækinn. Húsaraðirnar voru þrjár, samliggjandi. Bæjarþil var til austurs,
fram á hlaðið, með bæjardyrum um miðja röðina. Kames var norðan
dyra en stofa að sunnan. Beint suður af og áföst var skemma undir sama
risi og smiðja syðst nteð risi til austurs og vesturs. í miðröðinni var eld-
húsið sunnan gangsins með kjallara undir og timburstafni til suðurs.
Skáli var norðan gangsins. Baðstofan var í þrennu lagi með timburstöfn-
um að sunnan og norðan og þili að vestan. Bjuggu hjónin í norðurhús-
inu nteð yngstu börnin en annað heimilisfólk í öðrum hlutum
baðstofunnar. Að sumrinu var sofið frammi í bænum. Allur var bærinn
rúmgóður og reisulegur. Hann féll vel að ávölum bæjarhólnum og
lækjargilinu þar norðan við.