Húnavaka - 01.05.1999, Page 103
HUNAVAKA
101
Ás
I Asi voru 13 manns. Hús-
ráðendur voru hjónin, Guð-
mundur Olafsson og
Sigurlaug Guðmundsdóttir.
Þau voru barnlaus en ólu
upp fósturbörn: Valdísi
Valdimarsdóttnr Benónýs-
sonar og Asgrím Kristinsson
Bjarnasonar. Voru þau bæði
fædd í Asi. Asgrímur varð
síðar bóndi á nýbýlinu As-
brekku.
Næst á manntalinu er
Guðrún Olafsdóttir, systir
Guðmundar bónda, áður
húsfreyja á Hrafnabjörgum.
Sonur hennar var í Asi,
Guðmundur Benediktsson,
Sigurlaug Giiðmundsdóltir og Gubmundur s{5ai- prestur á Barði í Fljót-
Ólafsson. um. Systir Guðmundar
Benediktssonar var einnig í
Asi og að nokkru fósturdóttir Ashjónanna, Ingibjörg Benediktsdóttir.
Hún var móðir Asgríms Kristinssonar. Onnur systir Guðmundar var í Asi
og einnig fóstnrdóttir þeirra Ashjóna, Olína Sofffa, síðar prófastsfrú í
Steinnesi. Enn var þriðja systirin, Jónína Guðrún. Hún fylgdi Ólínu svst-
ur sinni út að Steinnesi og var æ síðan með henni. Einnig eftir að pró-
fastshjónin fluttu til Reykjavíkur. Fjórða fósturbarn þeirra Ashjóna og á
manntalinu var svo Anna Benediktsdóttir, dóttir Guðrúnar í Saurbæ. Þæi
voru alltaf kallaðar fóstursystur, Anna og Olína, báðar glæsilegar ungar
stúlkur um þetta leyti.
Vinnumenn voru í Asi, Jón Sigfússon, áður bóndi í Koti og Forsæludal,
orðinn mikið roskinn og Guðmundur Jónas Þorsteinsson, ættaður úr
Vestur-Húnavatnssýslu og fluttist síðar til Hvammstanga. Þar mun hann
hafa búið með Þórunni Agnarsdóttur sem getið er um á manntalinu á
Guðrúnarstöðum. Að lokum er svo á manntalinu í Asi, Olafur Bjarnason
frá Stafni í Svartárdal, sérkennilegur maður sem talið var að hefði raskast
ungur og fór sínar eigin leiðir. LTm hann er víða að finna heimildir, m.a.
vegna sérkennilegrar vísnagerðar.