Húnavaka - 01.05.1999, Síða 104
102
H U N A V A K A
Búskapurinn í Ási var gróinn og mótaður gömlum hefðum. Guð-
mundur bóndi var alþingismaður Húnvetninga, prúður í fasi og naut
virðingar. Hann var að sjálfsögðu ntikið fjarverandi og var þá forsjá dag-
legra starfa í stjórnsömum höndum Sigurlaugar húsfreyju og dyggra
hjúa. Guðrún Olafsdóttir annaðist eldhússtörfm og Jón Sigfússon full-
orðnu ærnar. Hélt hann þeim til beitar vestur á Hálsinn og stóð oft yfir.
Þau voru systkini, Jón og Sigríður í Grímstungu, bæði nokkuð hávaxin.
Eftir Jóni Sigfússyni voru höfð sérkennileg tilsvör svo sem „að hann sá
hvíta dökknu í Gaflinum" og „ljósan skugga í vatnstunnunni". Fjarri lagi
var að Jón væri nokkur bjáni og hann var framúrskarandi dyggðamaður.
Jón var móðurafi þeirra systra, Helgu og Sigurlaugar Valdimarsdætra á
Blönduósi.
Stór bær var í Ási og snéri langhlið hans móti suðvestri. Nyrst í röð-
inni var skemma, síðan kames, stofa, bæjardyr og sunnan þeirra - mætti
þó eins segja austan - var frambaðstofan, þá miðhúsið og svo suðurhúsið
þar sem lijónin sváfu. Baðstofan var breið þannig að hún nýttist vel. Fljót-
lega var innréttað svefnhús fyrir hjónin á bak við suðurhúsið og jók það á
húsrýmið. Á bak við baðstofuröðina vorn tvær húsraðir þar sem var
hlóðaeldhús, eldiviðargeymsla o.fl. Kjallari var undir baðstofunni og var
þar eldhús og matarstaður heimilisfólksins.
Brúsastaðir
Á Brúsastöðum var tvábýli og alls 12 manns. Á öðru búinu voru Benedikt
B. Blöndal og Sveinbjörg Helgajónsdóttir. Þau voru þá barnlaus. I heim-
ili með þeim voru vinnuhjú, Guðmundur Þorsteinn Sigurðsson, síðar
bóndi í Enni og Hermína Ing\'arsdóttir. Einnig var á Brúsastöðum, á búi
Benedikts, Jónína Guðnýjónsdóttir, systir húsfreyju.
Aðrir húsráðendur á Brúsastöðum voru hjónin Kristján Sigurðsson,
kennari og Margrét Sigríður Björnsdóttir (Blöndal), systir Benedikts
bónda. Börn þeirra Kristjáns og Margrétar voru þá t\'ö fædd og bæði á
Brúsastöðum, þau Gróa og Björn Blöndal. Þá var á manntalinu Kristín
Ingibjörg Gísladótdr en hún var fjarverandi er manntalið var tekið. Hún
var móðir Hermínu að mig minnir. Einnig var Sigurbjörg Jakobsdótdr,
systir Sigurfinns á Eyjólfsstöðum og svo að síðustu Kristján Sveinsson.
Ekki verður skilið við fólkið á Brúsastöðum svo að því verði ekki gerð
frekari skil, m.a. vegna sérstöðu bændanna beggja. Benedikt var mjög
sjóndapur en fór þó nokkuð sinna ferða. Hann var hesthneigður, átti
góðan hest og reið hart. Ottuðust það sumir er til hans sáu á Stjarna sín-
um en ekki varð af slys. Benedikt hafði sjálfstæðar skoðanir og fylgdist
vel með þótt ekki gæti hann lesið. Það bætti hann sér nokkuð upp með
því að spyrja aðra. Þótti hann af því nokkuð forvidnn. Sjóndepra Bene-