Húnavaka - 01.05.1999, Page 113
HUNAVAKA
111
Á vist með Runólfi og Ölmu voru Jósef Þorsteinsson og Sigríðurjósefs-
dóttir. Þar var og barn þeirra, Margrét Oddný. Hún ólst síðar upp hjá
þeim Þorsteini og Margréd á Eyjólfsstöðum og var sem dóttir þeirra.
Móðir Ölmu húsfreyju var á Kornsá, Alvilda María Friðrika Möller.
Loks var jrar svo Björn Frímannsson. Hann var smiður og heimilismaður
á Akri og svo vikapilturinn Hafliði Stefánsson.
Ekki fór á milli mála að Kornsárheimilið var eitt af þeim þar sem ráð
voru ráðin bæði fyrir sveitarfélagið og sýsluna alla. Áður hefi ég sagt frá
þeim Birni og Ingunni en Runólfur sótti mjög á í félagsmálum á þessum
árum. Varð hann síðar stjórnarformaður Kaupfélags Húnvetninga og
vann að málefnum þess af heilindum. Alma var fínleg kona og fannst
mér, við síðari kynni, að hún væri svolítið framandi. Kannski var það fyr-
ir hinn danska uppruna hennar og að hún var ekki alin upp í sveit. Alma
spilaði á orgel og varð síðar organisti í Undirfellskirkju.
Þeir Kornsárfeðgar höfðu orð á sér fyrir að vera nákvæmir í uppgjöri
t.d. við vinnufólkið. Var það nokkuð haft á orði. Svo mun að reglusemi
getur verið lögð út sem smámunasemi og veldur Joá umtali og einnig lá
orð á að ekki væri gestrisni að mæta á Kornsá, sem mörgum öðrum bæj-
um í sveidnni.
Húsakostur á Kornsá var í því formi sem gamla húsið ber vott um, þótt
hætt sé að nota það, íbúðarhúsin orðin tvö og jörðinni skipt. Gamla sýslu-
mannshúsið, sem er rúmlega eitt hundrað ára, stendur með sínu fallega
formi og reisn, verður því, þar af leiðandi, ekki lýst. Runólfur byggði
norðan við húsið jjar sem var íbúð þeirra Ölmu en ítök höfðu þau jafn-
framt í gamla húsinu. Leifar af gömlum bæ stóðu vestan við gamla íbúð-
arhúsið og voru notaðar sem geymsla og jafnvel fyrir skepnur. Man ég
aðeins eftir því að komið var upp leiksýningu í [Dessari gömlu byggingu
og enginn vafí á að fólkið skemmd sér prýðilega.
Gilsstaðir
Á Gilsstöðum voru 9 manns á manntalinu. Búendur voru hjónin, Kristján
Júlíus Blöndal ogjósefína Elín Blöndal. Börn þeirra eru öll á manntalinu
nema elsti sonurinn, Lárus, sem dáinn var fyrir aldur fram og Emelía,
sem hefir verið fjarverandi. Öll voru börnin fædd á Gilsstöðum og voru
þessi auk Lárusar og Emelíu og í jressari aldursröð: Kristín, Magnús,
Laufey, Hjörleifur, Ásgeir og Hulda Steinunn, yngst.
Auk fjölskyldunnar er svo á manntalinu Guðrún Guðmundsdótdr sem
heimili átti á Refsteinsstöðum í Víðidal og kann ég ekki deili á henni.
Heimilið á Gilsstöðum hafði yfir sér sérstæðan blæ. Þangað þótti gam-
an að koma vegna glaðværðar bóndans og skörungsskapar húsfre)junn-