Húnavaka - 01.05.1999, Page 120
118
H Ú N AVA K A
síðan eins og mest við megnm yfir á hinn bakkann og látum tógið renna
jafnharðan út. Þegar yfir er komið b)Tjum við strax að draga netið til okk-
ar.
Straumurinn getur borið kaðalinn í boga langt inn í ósinn á meðan
við erum að róa yfir. Þegar við höfum náð endanum á netinu til okkar er
hinn endinn leystur og straumurinn hrífur netið með sér inn í ósinn.
Framhaldið getur síðan orðið breytilegt eftir aðstæðum."
Eftir að hafa hlýtt á þessa lýsingu Guðmundar vissi ég nokkurn veginn
hvað gera þurfti.
Bingó, þar kom það
Við fórum að undirbúa netið og vorum við Guðmundur vdð neðri tein-
inn og festum kljásteina allvíða á hann. Var það fremur seinlegt verk. A
rneðan raðaði Björn flánum, sem voru úr korki, á efri teininn og var
mun fljótari en við. Þar sem ekki mátti raða langt fram úr okkur, því að
það gat valdið flækju þegar netið var dregið út, þurfti hann að bíða eftir
okkur. Birni leiddist þetta auðvdrðilega verk sem hann hafði með hönd-
um og reyndi að drepa biðtímann með ýmsum kúnstum. Hann stóð upp
frá netinu, vafði sér sígarettu, kraup niður aftur, hugsaði sig um, stóð
upp og hóf nýja umferð með sígaretturnar. Bingó, þar kom það.
„Mundi, á ég ekki að fara að hita kafflð?"
„Nei, nei, Bubbi, við erum nýkomnir.“
Enn um sinn varð Björn að drepa tímann með vafningunum. „Mundi,
á ég ekki að rölta vestur í ósinn og athuga hvort mikið sé af kóp?“
„Nei“, segir Guðmundur með töluverðri áherslu og yggldi sig pínulít-
ið. „Þú styggir bara selinn ef þú ferð.“
Enn varð Björn að láta sér lynda að taka til við sömu vafningsiðjuna.
Allt tekur þó enda um síðir og svo fór um þessa tímafreku niðurlagn-
ingu á netinu. Björn fékk að hita kaffíð og við áttum góða stund í tjald-
inu yfir kaffinu og ágætu skapi Björns og hans magnaða frásagnarmáta.
Ekki höfðum við samt langan tíma fýrir sældina, því allt varð að fylgja
áætlun. Guðmundur sagði okkur til værka. Björn skyldi verða eftir við ós-
inn hjá netinu en við róa yfir með kaðalinn og draga síðan netið til okk-
ar þegar við hefðum sett bátinn upp.
Það má segja að allt gekk þetta eftir sem fyrirhugað var. Þungur drátt-
ur var að draga netið yfir ósinn og ekki drógum við Guðmundur af okk-
ur við það. Björn stóð yfir netinu og sendi okkur stöðugt, ýmsar góðar
ábendingar, meðan við bisuðum við bát og net. Það minnti mig á Ola í
Fitjakoti sem lét dæluna ganga yfir Níels á Furuvöllum þegar hann slapp