Húnavaka - 01.05.1999, Page 126
124
HUNAVAKA
ritar, Erlendur á Stóru-Giljá sem var fyrirliði, Haukur í Brekku, Björn á
Hólabaki, Guðmundur Svavarsson í Oxl og Oli Aadnegaard á Blöndu-
ósi. Okkur taldist til að vörðurnar hefðu verið um 30 og aðeins t\'æi' vörð-
ur sem stóðu á klöpp voru heilar en hinar ern hrúgnr. Þessar vörður
vísuðu mönnum áður fyrr leiðina },fír fjallið en dugðu þó ekki alltaf til i
mestu dimmviðrunum því að þarna eru áttir óstöðugar vegna fjallsaxl-
anna sem svifar fyrir.
Við Fremstalæk sást fyrsta kindin, gömul lambrolla í tveimur reifum.
Hún reyndist vera frá Syðri-Grund í Svínadal. Eg fékk Björn og Ola með
mér upp fyrir kindurnar en Haukur og Guðmundur gættu hestanna á
meðan. Björn og Oli tóku kindurnar með sér ofan með læknum að hest-
unum en ég fór gangandi austur fyrir Gafistjörn og norður Seljárskarð.
Þangað átti að vera kominn rnaður úr Svínadal á móti mér norðan úr
Hólsárskarði. Þessi rnaður sást hvergi og ekki var heldur neinar kindur
þarna að sjá. Leið mín lá vestnr um Ystulækjardrögin og Axlirnar ofan
við Sóleyjardali. Engar kindur sáust í framdalnum sem blasti við í kíki
þaðan sem ég var. Dráttarvélarnar voru að nálgast Lambastaði en þangað
er það lengsta sem fært er fyrir þær þegar best lætur.
Það er af Fremstalækjarmönnum að segja að Guðmundur gekk norð-
ur flárnar að Tröllánni að vestan. Hinir þrír þokuðust norður göturnar,
fullar af snjó og ófærð, með hestana og kindurnar. Við Miðlæk vorn þeir
farnir að brjótast um með rolluna á hnakknefinu en reyndu að reka
lambið með hestunum. Eg fór til þeirra og tók að mér að eigra kindun-
um gangandi norður með ánni ef þeir færu á undan með hestana.
Þegar að Tröllánni kom hittum við Einar, Gnnnar og Guðmund. Eg
ákvað að þoka kindunum einn út á Lambastaði þar sem dráttarvélarnar
biðu en hinir færu á hestunum þangað. Einar tæki að sér að stjórna leit-
inni norður dalinn en Björn átti að fara upp í Sóleyjardali, Geirhildar-
hólana, Kóra og Kirkju. Björn kom fljótlega til mín aftur þar sem hann sá
að traktorsmennirnir voru komnir gangandi að leita þar uppi.
Við Björn þokuðnm kindunum út með ánni. Þær urðu þrárri með
hverjum áfanganum sem náðist. Endaði það með því að Björn tók roll-
una á hnakknefið nokkurn spöl að dráttarvélunum en ég þvældi við
lambið eftir slóðinni. Sigurðnr og Þorgrímnr voru komnir úr gönguferð-
inni þegar Björn kom með kindina. Sigurður vildi þá fara til móts við
mig á vélinni eftir lambinu en konrst stntt þar til vélin fór á bólakaf í
flána. Lambinu kom ég alla leið í kerruna. Litlu munaði að báðar vél-
arnar festust þegar átti að ná þeirri sokknti upp. Það lánaðist þó að ná
vélinni upp með því að binda kaðal í bæði framdekk hennar og festa í
dráttarvél Þorgríms. Þannig dró hún sjálfa sig smátt og smátt upp úr fen-
inu. Allt er gott sem endar vel var efst í hugum manna þegar við fengum
okkur heitt kakó og snarl með.
Ferðinni var haldið áfram. Haukur og Björn fóru á hestum upp um