Húnavaka - 01.05.1999, Page 141
INGIBJORG EYSTEINSDOTTIR, Beinakeldu:
Minningar um Möggu og Jóa
Hún hét Margrét Helgadótdr og hann Jóhann Einarsson. Þau voru í hús-
mennsku, eins og kallað var, hjá foreldrum mínum, Eysteini og Guðríði
á Beinakeldu. Jói og Magga bjuggu í einu herbergi. Þar var eldað, borð-
að, prjónað, saumað, lesið og sofið. Hvenær þau komu að Beinakeldu
veit ég ekki með vissu en þau voru hér þegar ég man fyrst eftir mér. Held
ég helst að þau hafí verið komin fyrir fæðingu mína.
Ekki var ég há í lofti þegar ég tók að venja komur mínar inn til Möggu
og Jóa enda var mér ætíð tekið opnum örmum og alltaf var nóg pláss fyr-
ir mig hjá þeim þó að aðeins miðjan á gólfmu væri auð. A borði, sem
stóð undir glugganum og var notað til að matast við, stóð lítil skál sem
hafði að geyma allavega lagaða kandísmola, stóra og smáa, sem voru í
mínum augum dýrðlega fallegir og góðir. I þessum heimsóknum mín-
um tók Magga alltaf smá kandísflís úr skálinni og stakk upp í mig með
þessum orðum. „Fáðu nú eina mæru hjá mér.“ Og einu sinni sagði hún.
„Eg ætla alltaf að eiga mæru handa þér, líka þegar þú kemur til mín í
himnaríki."
Oftast er ég opnaði dyrnar inn til þeirra sat Magga við annan enda
borðsins með prjóna sína eða þá var hún að sauma sauðskinnsskó. Stóll-
inn hennar hét kjaftastóll. Það mátti leggja hann saman og fór þá lítið
fyrir honum. Jói sat á rúmi þeirra hinum megin við borðið og man ég
helst eftir að hann stryki kettinum sem lá makindalegur á grábrúnu vað-
málsteppinu og malaði af vellíðan. Einnig talaði Jói ýmislegt við kötdnn
og trúði ég að kisi skildi allt sem Jói sagði við hann. Ekki mátti ég snerta
köttinn, sagði Jói að það gæti haft slæmar afleiðingar.
Svo var það eitt sinn, ég var þá 5-6 ára, að ég leit inn til þeirra. Enginn
var inni nema kötturinn, sofandi með hringað skottið utan um trýni og
tær. Nú var tækifæri til að prófa aðeins að koma við hann. Mjög varlega
lagði ég lófann á hnakkann á kisa og hugðist strjúka honum, eins og Jói
gerði, aftur eftir hrygg og alla leið aftur af skottinu. Allt gekk vel þar til
að skottinu kom. Það þurfti að rétta úr því en við þær dlfæringar hrökk
kisi upp við vondan draum og hvæsti ægilega um leið og hann slengdi
loppunni ofan á handarbak mitt og setti klærnar á kaf í holdið. Eg rak
upp skaðræðisöskur af sársauka og skelfingu. Þegar ég sló til hans með