Húnavaka - 01.05.1999, Page 151
KRISTINN PALSSON, Blönduósi:
Skipavinna
Nú á dögum, þegar gámaskip og tankskip sigla hlaðin milli hafna, hvarfl-
ar hugurinn til þeirra tírna þegar skipavinna var umtalsverður þáttur í
þorpum og bæjum allt í kringum landið. Nú skal reynt að segja frá skipa-
vinnu eins og ég þekkti til hennar um miðja öldina á Skagaströnd, í
Reykjavík og á Blönduósi. Þá var öll þungavara, eins og kol, salt, sement
og timbur, flutt með skipum
A meðan höfnin var lítil eða engin á Skagaströnd varð að skipa öllu
upp í bátum. Uppskipunarbátarnir voru vélarlausir stórir nótabátar frá
síldveiðum. Þeir voru lengi til tveir á Skagaströnd. Þeir voru tjargaðir að
utan en þiljaðir að innan, vel við haldið og báru um 10 tonn hvor. Bátur-
inn sem slefaði var einhver trillan í þorpinu. Þær voru 5-6 tonna bátar,
hálfdekkaðar með stýrishúsi. Það kom fyrir, ef flýta þurfti uppskipun, að
vörur voru líka fluttar í slefbátnum en yfirleitt var það ekki gert.
Þegar skipin komust ekki að bryggju en urðu að liggja úti á legunni
varð að moka kolunum í poka því að þau voru laus í lestinni. Voru til
þess notaðir pokar úr grófum striga (jútu) og þá þurfti rnarga poka. Þeir
voru geymdir milli skipaferða.
Venjulega voru þrír verkamenn í hverju gengi. Einn hélt í pokann og
tveir mokuðu í hann. Ekki mátti láta of mikið í pokana því að menn
þurftu að bera þá á bakinu er í land kom. Kaðalstroffu var síðan slegið á
op pokanna og utan um nokkra. Þeir voru síðan hífðir upp á spiii skips-
ins og slakað niður í bátinn. Er báturinn kom að bryggju var krani þar
sem hífði pokana upp á vörubílspall. Síðan voru pokarnir teknir á bakið
af bílpallinuni og losaðir í kolaportið.
Mikil framför var er tekið var að nota net utan um 4-6 poka þegar híft
var upp úr lestinni. Enn meiri franrför varð er kolaskip gátu lagst að
bryggju og farið var að nota stórar stálskúffur sem kolunum var mokað í
niðri i lest. Síðan var hvolft úr þeim á bílpallinn og bíllinn sturtaði kolun-
um í kolaportið.
Þegar salti var skipað upp var allt mjög svipað og í kolauppskipun
nema vinnan var öll Jorifalegri. Sementsvinna í uppskipun gat verið mjög
óþrifaleg ef pokarnir voru rifnir. Þá varð oft mikið ryk í lestinni sem leit-
aði inn í föt verkamanna og fyl 1 ti vit þeirra.