Húnavaka - 01.05.1999, Page 153
II UN A V A K A
151
voru tveir krókar sem settir voru á laggirnar. Síðan voru þær híf'ðar um
borð og slakað í lestina. Þar var þeim stúað. Það gerðu sérstakir menn
því að sérstaka lagni þurfti til þess að gera það á réttan hátt. Ekki máttu
þær haggast þegar skipið fór að velta úti á rúmsjó.
F.innig komu frystiskip til Skagastrandar að taka frosinn fisk. Fiskur-
inn var í frosnum blokkum sem hífðar voru um borð á vörubrettum. Þar
voru kassarnir teknir af brettinu og raðað í lestina. Þegar dilkakjöti var
skipað út á Blönduósi var skrokkunum, 15-20 í einu, raðað í net sem híft
var um borð og þeim síðan raðað í lestina.
Þegar hafnir voru byggðar um allt land og skip gátu lagst að bryggju
breyttist skipavinna mikið. Allt varð miklu auðveldara.
Um jólin 1947 var ég í jólafríi og fór þá í skipavinnu við Reykjavíkur-
höfn. Þá var töluvert atvinnuleysi og enn við lýði sá siður að verkstjórinn
gekk um bryggjuna og valdi þá menn úr hópnum sem honum leist best
á, þar til komið var í eitt gengi. I því voru 6-8 menn í lest, einn lúgumað-
ur, einn spilmaður og t\'eir menn í gerta. Annar þeirra var á stjórnborða
en hinn á bakborða. Gerti var kaðall (tóg) sem festur var á skipshlið til að
stjórna hliðarhreyfingum bómunnar sem spilvírinn hékk í. Með gertun-
um var hægt að færa bómu skipsins í stjór eða bak eftir þörfum. I einu
gengi voru því 10-12 menn, 4 á dekki og 6-8 í lest.
Ef varan var í kössum eða pokunt var notað segl eða net með lykkjum
á hornunum. Þegar varan var komin í netið voru hornin tekin saman og
húkkað á krókinn í spilvírnum. Lúgumaðurinn gaf síðan merki með
höndunum til spilmannsins sem setti spilið í gang og hífði heisið upp úr
lestinni. Þá slakaði annar gertamaðurinn en hinn togaði í gertann hjá
sér, allt eftir því hvort heisið átti að fara út yfir stjórnborðs- eða bakborðs-
síðu skipsins. Lúgumaðurinn gekk þá út að borðstokknum og sagði spil-
manninum til með höndunum og þeir létu heisið síga niður á pallinn á
vörubílnum sem beið á bryggjunni. Miklu máli skipti að góð samvinna
væri milli lúgumanns og spilmanns svo að uppskipun gengi greiðlega.
Stundum biluðu kassar utan af ávöxtum. Þá voru menn handfljótir að
grípa eina appelsínu eða tvö epli og sporðrenna þeim við tækifæri.
Uti á landi var oft töluvert verslað við skipverja en með því drýgðu þeir
tekjur sínar. Helst var verslað með vín í fiöskum, bjór í dósum eða köss-
um ogvindlinga í pakningum (karton), einkum ameríska. Einnigvar oft
verslað með sælgætisdósir (macintosh) bæði stærri og minni dósir. Fleiri
vörur voru keyptar um borð og smyglað í land, til dæmis nylonsokkar,
minni raftæki og fleira. Einn fmnskan skeiðahníf á ég sem keyptur var í
Finnlandi og skipverji á Hvassafelli seldi mér.
Ekki var mikið um slys í skipavinnu þótt svalksamt væri stundum. Eitt
sinn, er skipað var upp í bátum á Blönduósi, vildi það slys til að einn af
verkamönnunum í slefbátnum féll í sjóinn. Varð honum hverft við og