Húnavaka - 01.05.1999, Page 154
152
II U N A V A K A
kallaði ákaft á hjálp. Hinum féllust hendur, Jaar til einn þeirra kallaði. -
Bíddu maður - bíddu, ég jDarf að ná í ár. Tók það nokkra stund en síðan
var hann dreginn upp í bátinn og varð ekki meint af volkinu. En svörin
við neyðarkallinu þóttu fremur kuldaleg.
Þess sjást nú merki að öll þungavara verði að mestu leyti flutt með bíl-
um og vögnum um malbikaða vegi. Alls konar önnur vara er sett í gáma
og flutt í þeim ýmist á sjó eða landi um langan veg. Allt þetta stuðlar að
því að skipavinna, sem áður veitti verkamönnum víða um land allgóðar
tekjur er að mestu úr sögunni.
Gert íjanúar 1999.
ÚR LÝSINGU HJALTABAKKASÓKNAR 1873
EFTIR SÍRA PÁL SIGURÐSSON
Kauptún er ekkert í sókninni.
Vinnubrögð, annir. Uni og eftir krossmessu byrjar venjuleg túnavinna, að mylja
haustáburðinn ofan í túnið. Síðan byrjar sauðburður, oftast nær viku eftir kross-
messu; sláttur venjulega 12 vikur af sumri og endar í 21. Þá taka við geldfjárleitir
bæði um afréttir og heimalönd. Síðan starfa menn að byggingum, þar sem |)aö er
gjört, slátra, versla og draga að nauðsynjar, bera áburð á tún, og er svo útiverkum
venjulega lokiö um veturnætur. Síðan er eigi útivinna önnur að vetrinum og til kross-
messu á vorin en fjárhirðing, sem er í ])\'í fólgin að beita fénaðinum til liaga og gefa
honum inni. Með vetrinum byrjar innivinnan, sem einkum er sú að vinna ull til fata,
bæði prjónles og vaðmál. Lítið eitt er unnið til sölu.
íþróttir eru hér alls engar tíðkaðar.
Hljóðfæri leikur enginn, og engum er kunnur nótnasöngur.
Skemmtanir. Til skemmtunar hafa menn ekkert.
Skriftarkunnátta. Sóknarmenn eru nú alls 133. fullir tveir þriðju þeirra er 14 ára
eru eru skrifandi, jafnvel nokkrir eryngri eru.
Siðferði manna er eigi vont að kalla. Þó ber á ofdrykkju meir en skyldi. Uppeldi
æskulýðsins er ófullkomið og reglulítið. Sjálfræði fer í vöxt. Hér vantar bæði margt
nauðsynlegt nám og eins lífgandi skemmtanir.
Sýslu- og sóhnalýsingar.