Húnavaka - 01.05.1999, Page 164
162
H Ú N AVA K A
ist hann slyngur sláttumaður, með þeim bestu þegar vinnufærni hans var
sterkust. Oll búskaparstörf léku í höndum hans. Þegar störf með hest-
um við jarðyrkju, heyöflun eða hvað annað, sem um var að ræða, náði
Hallgrímur frábærum afköstum.
Hallgrímur var gangnaforingi á Langadalsfjalli í um tvo áratugi og
fórst það vel enda ávallt vel ríðandi, hestamaður af Guðs náð. Fjölmarga
fola vandi hann við taum og til reiðar og einnig til vinnu fyrir plóg, herfi
eða sláttuvél og heysleða. Fjármaður var hann einnig glöggur og gætinn,
hélt nær 200 kinda hjörð til beitar á vetrardegi að fornum hætti.
Lítt gaf Hallgrímur sig að vélum og vélvæðingu en hélt sig við hand-
og hestunnin störf. Bóndi á Neðri-Mýrum gerðist hann 1956 og var það
fjóra áratugi. Um tvítugt amaði honum mjög bakbilun og aftur um fer-
tugt. Það tók sinn tíma að yfirvinna þau áföll.
Síðasta hálfa áratuginn háði honum mjög brjóstbilun og andnauð. Þá
sýndi hann færni sína í innanhússstörfum, einkum eftir heilsuáfall Unn-
ar, systur hans. Hann varð að vera nokkuð á sjúkrahúsum þess vegna og
var síðast á annan mánuð, fyrst á Héraðshælinu á Blönduósi og síðan á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og andaðist nyrðra.
Utför Hallgríms var gerð frá Höskuldsstaðakirkju 11. apríl.
Sr. Gísli H. Kolbeins.
Ingunn Valdís Júlíusdóttir,
Skagaströnd
Fædd 28. janúar 1901 - Dáin 22. apríl 1998
Foreldrar Ingunnar bjuggu á Neðra-Skúfi í Norðurárdal er hún fæddist,
áttunda barn þeirra af níu. Þau voru Júlíus Guðmundsson bóndi og póst-
ur og Sólveig Kristjánsdótdr. Bæði voru þau af bændafólki komin sem
að mestu undi ævidaga sína í nágrenni Spákonufells. Það var líka hlut-
skipti Júlíusar og Sólveigar sem háðu lífsbaráttu sína við þröng kjör og
þunga ómegð.
A þeirri lífsbaráttu urðu snögg þáttaskil um jafndægri á vori 1907 því
að þá varð Júlíus úti á leið milli Skagastrandar og Blönduóss. Heimilið,
sem þau höfðu flutt til Skagastrandar frá Neðra-Skúfi, leysdst upp og Ing-