Húnavaka - 01.05.1999, Page 165
H U N A V A K A
163
unn Valdís fór að Meðalheimi á Ásum til vandalausra, sex ára gömul og
var upp frá því á ýmsum bæjum fram yfir tvítugsaldur. Það var í Meðal-
heimi, á Litla-Búrfelli, á Blönduósi í skólanum Tilraun, Osi á Skaga ferm-
ingarárið, Smyrlabergi og víðar. Vinnukona
var hún í Enni 1919-1920 og svo frá 1920 á
Asum í Svínavatnshreppi, líklega 4-5 ár. Þar
var hún skráð heimilisföst 1926 er hún var
námsmær í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Næsta ár var Ingunn Valdís í vist hjá Gísla
Olafssyni á Blönduósi en fór ófrísk þaðan
með eldri son sinn, Jón Vídalín Karlsson, að
Efra-Nesi á Skaga og var þar fyrir búi hjá Birni
Jóhannssyni í níu ár. Sonur þeirra er Skapti
Engilbert. Nokkurn tíma var hún ráðskona
hjá Jóni Olafssyni í Alfhól í Skagahreppi. Til
Skagastrandar fór hún líklega 1938 eða 39 til
þess að halda þar heimili með sonum sínum
og seinna sonardótturinni, Oldu Jónsdóttur, allt til ársins 1968 er hún
flutti til Reykjavíkur til Skapta sonar síns til veru uns hún fór á Elli- og
hjúkrunarheimilið Grund 1985 til að vera þar í 5 ár. Til Skagastrandar
kom hún svo árið 1990 til að eyða ævikvöldinu og andaðist eftir nokkra
sjúkralegu á Héraðshælinu á Blönduósi síðasta vetrardag.
Ingunn Valdís var vinnuvíkingur, vel starfsmenntuð úr skóla lífsins og
vann jöfnum höndum við fiskiðnað, landbúnaðarstörf, hlunnindanytjar,
heimilisstörf, stórþvotta og hvaðeina sem gera þurfti og henni var falið.
Fiskverkunarkona var hún í Nesjum á Skaga, á Skagaströnd og nokkuð
suður með sjó í Grindavík og Sandgerði. Auk vinnu á eigin heimili átti
hún mörg hjálparhandtök á barnmörgum heimilum á Skagaströnd. Við
hlunnindastörf vann hún í Höfnum, Víkum og Asbúðum á Skaga. Einn
þeirra sem nutu starfa hennar taldi hana hafa verið þá vinnubestu sem
hjá honum starfaði.
Hún sá sér farsællega farborða af eigin rammleik og keypti sér hús-
kofa að Haugasundi á Skagaströnd sem hún stækkaði og umbyggði í
snoturt hús er hún nefndi Hjallholt. Það var óðal hennar á meðan hún
var að sinna uppeldinu og eiga samskipti við fólk heimahaganna.
Fjölmennur frændgarður hennar, niðjar, venslalið, sveitungar og vina-
fólk fylgdi henni til grafar þar sem hún hlaut leg í Spákonufellskirkju-
garði svo nærri legstað föður hennar sem talið var mögulegt. Það var
laugardaginn 16. maí sem útför hennar var gerð frá Hólaneskirkju og
erfi hennar drukkið í Sæborg, dvalarheimilinu þar sem hún átti ævi-
kvöldið.
Sr. Gísli H. Kolbeins.