Húnavaka - 01.05.1999, Page 166
164
HUNAVAKA
Unnur Einarsdóttir,
Neðri-Mýrum
Fædd 6. maí 1911 - Dáin 8. júní 1998
Unnur Einarsdóttir fæddist á Neðri - Mýrum í Engihlíðarhreppi,
næstyngst fjögurra barna, Guðrúnar Margrétar Hallgrímsdóttur frá
Birnufelli í Fellum og Eiuars Guðmundssonar frá Bollagörðum á Sel-
tjarnarnesi. Systkini Unnar voru Guðmundur Mýrmann, bóndi á Neðri -
Mýrum (f. 1907, d. 1976), Guðrún, húsmóðir
í Vestmannaeyjum (f. 1909, d. 1986) og Hall-
grímur Mýrmann, bóndi á Neðri - Mýrum (f.
1920, d. 1998). Fjölskyldan bjó á Neðri - Mýr-
um frá 1907.
Sambandið milli systkinanna var alltaf gott
en sérstakir kærleikar voru með Unni og
yngsta bróður hennar, Hallgrími. Þau tóku við
jörðinni að foreldrum sínum látnum og yrktu
hana ásarnt Guðmundi bróður jreirra þar til
hann lést. Unnur og Hallgrímur bjuggu á
Neðri - Mýrtun til dauðadags en Hallgrímur
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri,
eftir stutta banalegu, 3. apríl. Einar Gunnar,
sonur Guðmundar Mýrmanns, tók við búinu að föður sínum látnum og
hefur alfarið annast búskapinn hin síðari ár, eftir að Unnur og Hallgrím-
ur misstu heilsu.
Unnur bjó á Neðri - Mýrum alla sína ævi utan eitt ár (1932 - 1933) að
hún dvaldi í Reykjavík og starfaði þá á Landspítalanum. Þegar faðir
hennar veiktist af krabbameini, veturinn 1933, kom hún heim og flutti
þaðan aldrei aftur.
Ollum ber saman um að Unnur hafi verið dugleg kona og forkur til
vinnu. Hún var tónelsk og hafði mikla söngrödd og söng með
kirkjukórnum á Höskuldsstöðum um árabil. Unnur var hreinskilin og
snögg upp á lagið, ófeimin að spyrja fólk áleitinna spurninga og segja
því til syndanna þegar hún taldi þess þurfa. Hún var gamansöm og gat
verið stríðin. Hún var ekki allra en sannur vinur vina sinna og átti marga
góða \’ini. Það fólk, sem hún tók ástfóstri við, átti vísan stað í hjarta henn-
ar.
Arið 1981 lærbrotnaði Unnur illa og háði það henni æ síðan. Að lok-
um var svo komið að síðustu þrjú ár ævinnar dvaldi hún nær eingöngu í
\