Húnavaka - 01.05.1999, Page 170
168
H U N A V A K A
fædd 1934, húsmóðir á Hellissandi. Hennar maðurvar Axel Guðjónsson
en hann er látinn. Aðalheiður, fædd 1935, starfar á Heilsuhælinu í
Hveragerði. Maður hennar hét Ingibjartur Bjarnason en hann er látinn.
Gunnar Sævar, fæddur 1938, sjómaður og
starfsmaður í Alverinu í Straumsvík. Hánn lést
1989 en eftirlifandi eiginkona hans er María
Gísladóttir. Reynir Eyfjörð, fæddur 1940,
bóndi á Neðri-Harrastöðum. Eiginkona hans
er María Hjaltadóttir. Yngst er Jónína, fædd
1943, á og rekur fatahreinsun í Grindavík.
Maður hennar er Magnús Guðmundsson.
Anna var dugleg kona og listamaður til
handanna að pijóna og að sauma. Hún stund-
aði hannyrðir allt fram undir það síðasta,
þrátt fyrir að hún væri búin að nrissa nær alla
sjón. Anna var trúuð og var ófeimin við að
ræða um trú sína við hvern þann sem heyra
vildi en hún lét það eiga sig að prédika yfir fólki.
Hún var afar upptekin af fjölskyldu sinni og þó hún byggi fjarri flest-
um skyldmennum sínum hin síðari ár fylgdist hún grannt með þeim.
Arið 1967 hættu Anna og Davíð búskap og fluttu til Hveragerðis. Þeg-
ar Davíð lést árið 1971 flutti Anna til Reykjavíkur og bjó í Þingholtunum
til ársins 1977 að hún fór á elli- og hjúkrunarheimilið Kumbaravog á
Stokkseyri, þar sem hún dvaldi til dauðadags. Anna var búin að vera lengi
veil til heilsunnar. Haustið 1997 greindist hún nteð hvítblæði og lést á
Kumbaravogi.
Minningarathöfn um Onnu Gísladóttur fór fram í Aðventkirkjunni í
Reykjavík en jarðarförin var gerð frá Hofskirkju 31. ágúst.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson.
Ragnheiður Þórsdóttir,
Gröf, VTðidal
Fædd 13. september 1966 — Dáin 26. ágiíst 1998
Ragnheiður var fædd á Hvammstanga. Foreldrar hennar voru Þór Þor-
valdsson og Sigrún Osk Ásgrímsdóttir en hún lést íjanúar 1998.
Ragnheiður, eða Ragna eins og hún var kölluð, ólst upp hjá ömmu
sinni, Ragnheiði Konráðsdóttur og afa sínum, Sigfúsi Sigfússyni, að Gröf