Húnavaka - 01.05.1999, Page 173
H Ú N A V A K A
171
lega hross. Með búskapnum vann Anna sem ljósmóðir á Héraðshælinu á
Blönduósi.
Hún lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi eftir langa baráttu við erfiðan
sjúkdóm.
Utför hennar var gerð frá Blönduósskirkju 12. september.
Sr. Sveinbjörn R. Einarsson.
Hallgrímur Valdimar Húnfjörð Kristmundsson,
Skagaströnd
Fœddur 1. nóvember 1923 -Dáinn 9. október 1998
Hallgrímur Valdimar Húnfjörð Kristmundsson fæddist á Sæunnarstöð-
um í Hallárdal. Foreldrar hans voru Kristmundur Jakobsson bóndi og
Jóhanna Arnadóttir húsmóðir. Veturinn sem Hallgrímur fæddist bjó fjöl-
skyldan á Sæunnarstöðum en eftir það fluttu
þau í Arbakkabúð. Þar ólst Hallgrímur upp
ásamt systrum sínum, Ingibjörgu Líneyju og
Onnu Ragnheiði og uppeldisbróður, Eysteini
Sigfússyni, sem var í fóstri hjá fjölskyldunni til
8 ára aldurs.
Jóhanna, móðir þeirra, andaðist veturinn
1941 þegar Hallgrímur var 18 ára gamall og
upp úr því leystist heimilið upp. Hallgrímur
þurfti því að að sjá sér sjálfur farborða og lá
leiðin á sjóinn þar sem hann starfaði alla
starfsævi sína.
Hallgrímur kynntist konu sinni, Ingibjörgu
Axelmu Axelsdóttur, árið 1948. Börn þeirra
eru: Jóhanna Bryndís, fædd 1949, umsjónarmaður með mötuneyti, Sam-
býlismaður hennar er Jakob Þór Skúlason og eru þau búsett í Borgar-
nesi. Sævar Rafn, fæddur 1951, sjómaður. Kona hans er Ragnheiður
Magnúsdóttir og búa þau á Skagaströnd. Axel Jóhann, fæddur 1957,
skipasmiður. Eiginkona hans er Herborg Þorláksdóttir. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Hallgrímur og Ingibjörg bjuggu öll sín búskaparár á Skagaströnd,
lengst af á Hólabraut 14. Hallgrímur og Ingibjörg skildu fyrir allmörg-
um árum og bjó hann því einn í húsinu hin síðari ár.
Hallgrímur var einn margra stofnenda Utgerðarfélags Höfðakaupstað-
ar 1947 og vélstjóri á öllum bátum þess.