Húnavaka - 01.05.1999, Side 174
172
HUNAVAKA
Hann setdst á skólabekk í Vélskóla íslands veturinn 1959, þá 36 ára
gamall, og lauk þaðan prófi vorið 1960.
Hallgrímur var dugnaðarforkur, samviskusamur, nákvæmur og metn-
aðargjarn í öllu því er laut að vélstjórastarfinu.
Hann átti sinn þátt í því að skapa góðan anda um borð, var glaðlyndur
og jafnlyndur. Hallgrími líkaði vel að vera í góðra vina hópi og innan um
fólk og þótti gaman að ræða málin, eins og sagt er. Hann var ekki fáskipt-
inn en þó dulur hvað sjálfan sig snerd og bar ekki tilfinningar sínar á
torg.
Arið 1971 stofnaði hann útgerðarfélagið Björgu sf. ásamtjóni Ivars-
syni skipstjóra og Gylfa Sigurðssyni stýrimanni. Saman keyptu þeir bát
sem þeir gáfu nafnið Helga Björg. Þeir félagarnir ráku útgerðina til árs-
ins 1995 að þeir seldu bæði bát og útgerð.
Hallgrímur lést á Landspítalanum eftir stutta sjúkdómslegu. Utför
hans fór fram frá Hólaneskirkju 17. október.
Sr. Gubmundur Karl Brynjarsson.
Rósa Pétursdóttir,
Miðnesi, Skagaströnd
Fædd 26. maí 1918 - Dáin 10. október 1998
Rósa Pétursdóttir var fædd í Vatnshlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi, A-Hún.
Hún flutdst aðeins fárra daga gömul með foreldrum sínum að Krossanesi
í Vallhólmi í Skagafirði og átti þar heima í nokkur ár. Rósa ólst upp með
móður sinni og yngri bróður. Faðir hennar drukknaði árið 1920 en þá var
Rósa aðeins tveggja ára og yngsti bróðir hennar ófæddur.
Foreldrar Rósu voru hjónin, Pétur Magnússon, bóndi og Fanney Þor-
steinsdótdr, húsfreyja og síðar ráðskona á ýmsum stöðum í Skagafirði.
Fanney var af Reykjahlíöarætt. Börn Péturs og Fanneyjar voru átta og eru
hér talin í aldursröð:
Elstur var Steindór, útgerðarmaður í Keflavík, en hann lést árið 1975.
Hann var kvæntur Guðrúnu B. Gísladóttur. Þá kom Jóhanna Rannveig,
húsfrcyja, lengi búsett á Siglufirði en síðar á Sauðárkróki. Eiginmaður
hennar var Ari Jónsson, yfirfiskmatsmaður. Næstur er Valgarður, verka-
maður í Keflavík. Fjórði er Arnljótur, bifreiðarstjóri á Seltjarnarnesi.
Kona hans var Þorgerður Einarsdótdr. Þar næst er Sigríður, húsfreyja á