Húnavaka - 01.05.1999, Page 176
174
HUNAVAKA
Ingþór Líndal Sigurðsson,
Uppsölum
Fœddur 24. nóvember 1920 - Dáinn 13. október 1998
Ingþór Líndal Sigurðsson fæddist að Hólabaki í Sveinsstaðahreppi. For-
eldrar hans voru Sigurður Líndal Jóhannesson frá Saurum í Miðfirði og
Kristbjörg Kristmundsdóttir frá Asbjarnarnesi í Vestur-Húnavatnssýslu.
Ingþór var fjórði í röðinni af fimm systkin-
um sem voru auk hans: Guðmundur, hann er
látinn, Kristmundur, Finnbogi, hann er látinn
og Hólmfríður.
Foreldrar Ingþórs voru í húsmennsku og
fluttist hann með foreldrum sínum í Víðidal,
bjuggu þau að Lækjamóti svo og Laufási og
Refsteinsstöðum. Arið 1942 keypti Ingþór
ásamt foreldrum sínum jörðina Uppsali í
Sveinsstaðahreppi og hófu þau þar búskap ári
síðar. Að föður sínurn látnum keypti hann alla
jörðina og bjó síðan þar á meðan heilsa og
kraftar leyfðu.
Þann 10. maí 1947 kvæntist hann eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Onnu Mörtu Helgadóttur frá Kollsvík í Vestur-
Barðastrandasýslu. Saman eignuðust þau sjö börn. Aður átti Ingþór
dótturina, Fjólu Guðbjörgu.
Börn Ingþórs og Önnu eru í þessari aldursröð: Sigurður Helgi, Krist-
mundur Ólafur Jónas, Sigrún Björg, Þorsteinn Rafn, Magnús Huldar,
Guðmundur Elías og Birgir Líndal. Auk þess ólu þau upp elsta barna-
barn sitt, Önnu Bryndísi, en hún kom til þeirra sex ára gömul.
Ingþór var fyrst og fremst bóndi en liafði líka ánægju af ferðalögum og
veiðiskap.
Hann glímdi við erfiðan sjúkdóm síðustu ár ævi sinnar, hann lést á
sjúkrahúsinu á Blönduósi.
Útför hans var gerð frá Þingeyrakirkju 24. október.
Sr. Sveinbjörn R. Einarsson.