Húnavaka - 01.05.1999, Síða 177
H U N A V A K A
175
Magdalena Margrét Evaldsdóttir Sæmundsen,
Blönduósi
Fædd 27. maí 1921 -Dáin 31. október 1998
Magdalena Sæmundsen var fædd á Blönduósi. Foreldrar hennar voru Evald
Sæmundsen, verslunarstjóri Höephnersverslunar á Blönduósi og kona hans,
Þuríður Guðrún Sigurðardóttir Sæmundsen frá
Húnsstöðum og bjuggu þau á Blönduósi.
Evald og Þuríður Sæmundsen eignuðust fjögur
börn og eru þau í þessari röð: Þorgerður, Magda-
lena, Ari, hann dó í barnæsku, og yngstur Pétur
Júlíus, hann er látinn. Auk þess ólu þau upp eina
fósturdóttur, Helgu Stefánsdóttur, sem er látin.
Magdalena stundaði nám einn vetur hjá
séra Þorsteini B. Gíslasyni í Steinnesi að loknu
barnaskólanámi og fermingu.
Hún lauk burtfararprófí frá Verslunarskóla
Islands árið 1939. Eftir það vann hún við skrif-
stofustörf í stjórnarráðinu, sjúkramáladeild.
Síðar skipuð ritari við sömu deild.
Hún fór í framhaldsnám til Svíþjóðar í Stockholms Borgarskola. Að
því loknu stundaði hún verslunarstörf og verslunarrekstur. Hún var
kennari við Barna- og unglingaskólann á Blönduósi, formaður skóla-
nefndar Barnaskólans og formaður barnaverndarnefndar. Hún sá um
verslunina Húnakjör og bakaríið á Blönduósi, var umboðsmaður Olíu-
verslunar Islands á Blönduósi og rak Blönduskálann samtímis. Einnig sá
hún með móður sinni um fjárreiður og bókhald spítalans, eins og gamla
sjúkrahúsið var kallað hér á Blönduósi.
Magdalena var í stjórn Héraðshælis Austur-Húnvetninga, þar starfaði
hún lengst, eða rúma þijá áratugi, fyrst sem gjaldkeri, síðan sem fjármála-
stjóri ásamt því að koma að annarri umsýslu varðandi reksturinn.
A afmælisdegi sínum árið 1961 giftist hún Þormóði Sigurgeirssyni frá
Orrastöðum í Torfalækjarhreppi. Saman ólu þau upp Sigríði Hermanns-
dóttur systurdóttur Magdalenu.
A sínum yngri árum ferðaðist Magdalena mikið bæði innanlands og
utan, ferðalög og stangveiði voru hennar helstu áhugamál. Hún átti við
langvinn, erfið veikindi að stríða. Hún lést á Landspítalnum í Reykjavík.
Utför hennar var gerð frá Blönduósskirkju 7. nóvember.
Sr. Sveinbjörn R. Einarsson.