Húnavaka - 01.05.1999, Page 178
176
HUNAVAKA
Ottó Valur Finnsson,
Blönduósi
Fœddur 12. september 1920 - Dáinn 10. nóvember 1998
Ottó Valur Finnsson var fæddur í Skrapatungu á Laxárdal í Vindhælis-
hreppi. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jónsdóttir frá Balaskarði og Finn-
ur Guðmundsson frá Skrapatungu. Þau hjón, Ingibjörg og Finnur,
eignuðust fjögur börn; Ottó Val, Guðnýju Sig-
ríði, Kristínu Sæbjörgu, hún er látin, yngst er
Ingileif Elísabet. Auk Jaess áttu jDau eina fóst-
urdóttur, Margréti Jónsdóttur, hún er látin.
Arið 1944 fluttu foreldrar Ottós með börn
sín niður á Blönduós. Ottó var þá fulltíða
maður og vann alla vinnu sem til féll, við vega-
vinnu á sumrin eða við Fiskverkun suður í
Sandgerði á vertíð.
Hann hóf trésmíðanám árið 1946 á
Blönduósi hjá Kristjáni Gunnarssyni í Tré-
smiðjunni Stiganda hf. Ottó var fyrsti iðnnent-
inn, ásamt Einari Evensen, sem Kristján
Gunnarson tók á samning í húsasmíði.
Hjá Trésntiðjunni Stíganda vann Ottó alla sína starfsævi eða rúma
fjóra áratugi. Hann hafði ánægju af smíðum enda ætlaði hann sér alltaf
að verða smiður, strax ungur maður.
Ottó hafði ánægju af lestri góðra bóka og ferðalögum. Hann ferðaðist
bæði innanlands og utan. Hann var mikill áhugamaður um leiklist og
íþróttír, var meðal annars í stjórn Ungmennasambands Austur-Húnvetn-
inga og Ungmennafélagsins Hvatar. Hann var heiðursfélagi hjá Ung-
mennasambandinu og Leikfélagi Blönduóss en þar hafði hann séð um
leiktjaldasmíð. Hann kom víðar að félagsmálum og var í stjórn ýmissa fé-
laga, má þar nefna Iðnaðarmannafélag Austur-Húnvetninga.
Hann bjó með foreldrum sínum á Húnabraut í húsi sem hann byggði
sjálfur ásamt föður sínum. Hann var ókvæntur og barnlaus. En eftir and-
lát foreldra sinna hélt hann heimili með systur sinni, Kristínu Sæbjörgu
og syni hennar, Leifi Olafssyni.
Eftir að Ottó hætti störfum sem trésmiður flutti hann í íbúð aldraðra
að Flúðabakka 3. Síðustu árin dvaldi hann á sjúkrahúsinu á Blönduósi
vegna heilsuleysis, þar lést hann.
Utför hans var gerð frá Blönduósskirkju 14. nóvember.
Sr. Sveinbjörn R. Einarsson.