Húnavaka - 01.05.1999, Page 180
178
HUNAVAKA
Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu og Sigurður Torfí Sigurðsson frá Bæ á
Selströnd í Strandasýslu.
Þau hjón eignuðust sjö börn: Sigvaldi var elstur, síðan Sigurkarl, hann
er látinn, þá Sigurjón, Guðbjörg, Sigurrós, Svavar og Sighvatur.
Sigvaldi ólst upp hjá foreldrum sínum í Hvítadal. Að loknu skyldu-
námi fór hann í Héraðsskólann í Reykholti í
Borgarfírði. Um tvítugt fór hann suður til
Reykjavíkur. Þarvann hann alla þá vinnu sem
til féll. A sumrum var hann fyrir vestan í \’ega-
vinnu með sinn eigin vörubíl.
Sig\aldi kvæntist Ingileifí Elísabetu Finns-
dóttur frá Skrapatungu á Laxárdal 2. nóvem-
ber 1952. A Blönduósi reistu þau sér heimili
og þangað fíuttu þau árið 1953.
Sigvaldi og Elísabet eignuðust fímm dætur.
Þær eru Erla Ingibjörg, Guðrún Sigríður,
Torfhildur og tvíburadæturnar, Sjöfn og
Svala.
Þegar Sig\7aldi flutti á Blönduós fór hann í
vinnu hjá Steingrími Davíðssyni vegavinnuverkstjóra með sinn vörubíl.
Arið 1959 hóf hann vinnu hjá Olíufélaginu hf. og þar vann hann með
sinn tankbíl við olíuflutninga, hér í Austur - Húnavatnssýslu og í Stranda-
sýslu allt til ársloka 1996 eða alls í 37 ár.
Hann hafði mikla ánægju af því að eiga góða bíla og einnig hafði
hann gaman að því að umgangast skepnur og átti góð hross.
Sigvaldi Torfason andaðist á sjúkrahúsinu á Blönduósi eftir að hafa
ltáð harða baráttu við erfíðan sjúkdóm.
Utför hans var gerð frá Blönduósskirkju 28. nóvember.
Sr. Sveinbjörn R. Einarsson.
Guðmundur Klemenzson,
Bólstaðarhlíð
Fœddur 18. febrúar 1927 - Dáinn 24. desember 1998
Guðmundur Magnús Klemenzson kennari var fæddur í Bólstaðarhlíð í A-
Hún. Hann var þriðji í röð sona hjónanna, Klemenzar Guðmundssonar
bónda þar og Elísabetar Magnúsdóttur frá Kjartansstöðum í Skagafirði.
Elstur þeirra bræðra var Gttðmundur er lést barn að aldri, næstur var
Etiendur sem er látinn fyrir mörgum árum, þriðji var Guðmundur yngri