Húnavaka - 01.05.1999, Side 184
182
II U N A V A K A
Apríl.
Apríl var nijög hægviðrasamur,
logn eða gefin 1 til 2 vindstig og
aldrei meir en 5 \indstig. Að meiri
hluta voru áttir norðanstæðar og
léttskýjaö framundir ntiðjan mán-
uðinn. Urkomu varð vart í 17 daga
en 13 mælanlegir, alls 29,4 mm,
25,7 riim regn og 3,7 mm snjór.
Hiti var 8,1 stig fyrsta dag mánað-
arins en síðan kólnaði og hlýnaði
svo aftur þann 18. og komst hitinn
í 11,5 stig þann 22. sem var há-
mark mánaðarins. Frostlaust var í
12 sólarhringa en mesta frost, 7,1
stig, þann 12. Ekki sást að trjágróð-
ur tæki við sér en örlítil gróðrarnál
sást undir húsveggjum og rabar-
barinn gægðist upp úr moldinni.
Samgöngur voru greiðar um hér-
aðið allan mánuðinn.
Maí.
Maímánuður var hægviðrasam-
ur og þurr. Mesti vindur var skráð-
ur 6 stig af NNA þann 5. af SA
þann 11. og af S - SV þann 16. Hiti
komst í 12,4 stig þann 2. og 13,5
stig þann 21. Frost mældist frá 5.
til 10. mest 4,4 stig þann 9. Áttir
voru suðlægar fyrstu fjóra daga
mánaðarins, norðlægar 4. - 8. og
suðlægar 9. - 26. en síðan norðlæg-
ar frá 27. - 31. Urkoma var skráð í
16 daga en 12 mælanlegir, alls 19,6
mm. Engin úrkoma var þann 24.
og síðan ekki til mánaðamóta
nema ómælanlegur úði þann 30.
Þá blotnaði ekki á steinum. Mán-
uðurinn var mjög hagstæður til
allra verka og sauðburðartíð frá-
bær. Gróður tók mjög við sér eftir
23. er rigndi. Allgóður sauðgróður
var í mánaðarlokin en trjágróður
lítt laufgaður.
Júní.
Júnímánuður var sérstæður. Átt-
ir voru norðanstæðar, léttskýjað,
mikið sólfar en aldrei heiðskírt.
Vindur var yfirleitt hægur, mest
gefin 6 stig þann 24. - 27. Miklir
þurrkar og óvenju lítil úrkoma.
Vart \'arö rigningar aðeins í 7 daga
en 6 mælanlegir. Mánaðarúrkom-
an var 9,9 mm og aðeins 0,1 mm
til 18. Þurrkur hamlaði grassprettu
og laxagengd í ár vegna vatnsleysis.
Sex nætur mældist frost, mest 3,6
sdg þann 2. Margir dagar voru hlý-
ir vegna sólfars. Mestur varð liit-
inn, 17,5 sdg, þann 23. Hitinn fór
yfir 10 stig í 17 daga. Júní var hag-
stæður til allra verka. Nokkrir
bændur hófu túnaslátt fyrir mán-
aðarlokin og leyft var að flytja
sauðfé á afrétt. Heiðar voru snjó-
lausar og lítill snjór í fjöllum.
Júlí.
Júlímánuður einkenndist af
þurrviðri, norðanstæðri átt, nema
tvo fyrstu dagana og að kvöldi síð-
asta dagsins SV-átt. Mesti vindur
skráður 5 stig af NA þann 19. og til
22. Sæmilega hlýtt var fram um
miðjan mánuðinn og hlýjasti dag-
urinn 2. júlí, 16,5 stiga hiti. Lág-
skýjað var síðari hluta mánaðarins
og Jjokusamt. Naut lítið sólar. Fyrri
hluti mánaðarins var aftur á móti
sólríkur og gaf vel til heyskapar.
Urkoma féll 15 daga, alls 61,5 mm.
Ox töluvert í lækjum og öðrum