Húnavaka - 01.05.1999, Page 186
184
HUNAVAKA
kyrrir. Kartöfluuppskera reyndist
betri en búist var við og nýttist vel.
Fjárleitir gengu fremur vel og fén-
aður talinn heilbrigður. Nokkuð
beimtist af útigengnu fé, vel fram-
gengnu.
Október.
Október verður minnisstæður
vegna snöggra veðrabrigða og mik-
illar úrkomu. Fyrsta vika mánaðar-
ins var hlý og fór hitinn í 13,5 stig
þann 6. Fyrst mældist frost þann
14. og varð mest 10 stig þann 18.
Fyrsti snjór féll þann 13. er úrkom-
an breyttist úr regni í snjó og var
úrkoman í því formi út mánuðinn.
Regn mældist 26,2 mm frá 2. til 13.
og svo snjór, 55,2 mm, frá 13. til
31., eða alls 81,4 mm á 26 dögum.
Samfelldar norðlægar áttir voru
síðari hluta mánaðarins. Mestur
vindur skráður 7 stig af NNV þann
22. Snjóalög urðu mikil og þó mik-
ið minni vegna lítilla frosta svo að
snjórinn seig nokkuð jafnóðum.
Miklir erfíðleikar urðu við að ná
saman fé og urðu nokkrir skaðar.
Hefir sauðfé verið á fullri gjöf síð-
ari hluta mánaðarins en hross ná í
jörð þar sem loðið er og þó sums
staðar naumlega.
Nóvember.
Snjóalög voru mikil í byrjun
nóvember en fóru minnkandi
strax fyrstu viku mánaðarins. Um-
hleypingasamt var. Urkoma var
skráð 19 daga en 16 mælanlegir,
alls 40,5 mm, þar af 28,9 mm regn
og 11,6 mm snjór. Hiti varð mest-
ur 8,6 stig þann sjöunda en frost
mest 14,3 stig þann sjötta. Frost-
laust var í 10 daga og vindur yfir-
leitt hægur, mestur sex stig af NNV
þann 28. I mánaðarlokin var lág-
héraðið snjólétt en mikill snjór til
fjalla. Vegir voru greiðfærir en
jafnan hálir vegna úrkomu og
óstöðugs hitastigs. Sauðfé allt á
fullri gjöf.
Desember.
Fyrri hluti desember var mildur
og hlýr. Frostlaust var frá 6. til 10.
og síðan 23. og 31. Mestur hiti
varð 11,5 stig þann 7. en mest
frost, 11,5 stig, þann 20. Mestur
vindur varð 8 stig af NA þann 27.
og 30. Urkoma var skráð 23 daga
en 21 mælanlegur, alls 51,3 mm,
30,1 mm regn og 21,2 mm sent
snjór. Síðasti dagur ársins var mild-
ur og hlýr. I árslok voru fjöll alhvít
en flekkóttjörð í byggð. Samgöng-
ur voru auðveldar hvarvetna á
landinu. Ekki varð vartvið öskufall
frá eldgosinu í Grímsvötnum
nema vottur á Fossum, fremsta bæ
í Svartárdal og á Þverá, efsta bæ í
Norðurárdal. Ollu sauðfé var lóg-
að í mánuðinum vegna riðuveiki á
tveimur bæjum í Vatnsdal, For-
sæludal og Saurbæ.
Þegar litið er yfir framanskráð
mánaðayfirlit veðurbókar hér á
Blönduósi kemur í ljós að árið
1998 fór mjög vel af stað tvo íýrstu
mánuðina, fullkomin vetrartíð var
í marsmánuði, apríl og maí hag-
stæðir, júní óvenjulega þurrviðra-
samur svo að hamlaði grassprettu,