Húnavaka - 01.05.1999, Page 195
HUNAVAKA
193
mætingu: Margrét Arna Vilhjálms-
dóttir og Sigurbjörg Olafsdóttir, en
best í sínum aldursflokkum voru:
Iðunn Bolladóttir, Kristinn Olafs-
son, Inga Hrund Kjartansdóttir,
Haukur Berg Guðmundsson og
Sigurbjörg Olafsdóttir. Þjálfarar á
þessu ári voru: Stefán Pétursson,
Iðunn Bolladóttir, Kristinn Olafs-
son og Theodór Karlsson sem sá
um sýsluæfingar einu sinni í viku
sem eldri krakkarnir frá okkur
sóttu.
Kn altspyrnudeild.
Starf knattspyrnudeildar var
með blómlegasta móti á árinu.
Keppt var í meistaraflokkum karla
og kvenna og 4. flokkur karla tók
þátt í Islandsmeistaramótinu. Aðr-
ir flokkar tóku þátt í mótum og
má þar nefna Borgarnesmótið,
Króksmótið og Essóskálamótið
sem haldið er hér á Blönduósi af
Hvöt. Þjálfari meistaraflokks karla
var ráðinn Hermann Arason og
hafði liann jafnframt yfirumsjón
með þjálfun yngri flokka ásamt
því að vera framkvæmdastjóri
knattspyrnudeildar. Þjálfari meist-
araflokks kvenna var Stefán Orn
Pétursson. Umsjónarmaður með
íþróttaskólanum var Sigrún
Skarphéðinsdóttir. Sýnd voru góð
tilþrif í knattspyrnunni í sumar og
komst meistaraflokkur karla í úr-
slitakeppnina en hafnaði í þriðja
sæti í þriðju deild. Voru það von-
brigði að komast ekki upp um
deild. Meistaraflokkur kvenna
náði ekki að komast í úrslita-
keppnina en stóð sig engu að síð-
ur vel þegar á heildina er litið.
Oflugt yngri flokka starf á árs-
grundvelli gefur okkur góðar von-
ir um að framtíðin sé björt þegar
litið er til þess efniviðar sem er í
leikmönnunum. Stjórn knatt-
spyrnudeildarinnar réði Svein-
björn Asgrímsson sem þjálfara
yngri flokka í vetur en hann hafði
áður séð um þjálfun yngri flokka
IA á Akranesi. Uppskeruhátíð
Hvatar var svo haldin í október og
veittar viðurkenningar fyrir árang-
ur sumarsins:
Stjórn knattspyrnudeildar 1998
skipuðu Agúst Þór Bragason, for-
maður, Asgeir Blöndal, varafor-
maður, Lárus Jónsson, gjaldkeri,
Kristófer Sverrisson og Hans Vil-
berg Guðmundsson.
Elfa.
UNGMENNAFÉLAGIÐ VORBOÐINN.
Starfsemin var með svipuðu
sniði og undanfarin ár. Eins og
hefð er orðin fyrir hófst árið hjá
okkur með þ\ í að kveikt var í þrett-
ándabrennu og fjöldi manns mætti
að venju. Hjálparsveit skáta á
Blönduósi sá um flugeldasýningu
en því miður voru veðurguðirnir
ekki nógu hliðhollir þetta kvöld.
Nokkuð hvasst var og gekk því illa
að kveikja á friðarkertum sem sett
höfðu verið með veginum út
Neðribyggðina.
I sumar fékkst enginn þjálfari,
þannig að Dagný Kristjánsdóttir og
Aðalbjörg Valdimarsdóttir sáu um