Húnavaka - 01.05.1999, Page 204
202
H U N A V A K A
konur frá Skagaströnd sýndu línu-
dans og tóku félagskonur sporið
með þeim.
Sjötugasti aðalfundur SAHK var
haldinn á Blönduósi 9. maí 1998. I
upphafí fundarins var minnst lát-
inna félagskvenna á starfsárinu en
þær voru Lilja Halldórsdóttir, Auð-
ur Þorbjarnardóttir og Ragnheið-
ur Jónsdóttir.
Starfsemi kvenfélaganna er víð-
ast hvar nteð hefðbundnum liætti.
Félagar eru 178 þar af eru 24 heið-
ursfélagar. A siðasta ári lögðu fé-
lögin til líknar- og samfélagsmála
rúmlega 600 þúsund krónur.
Kvenfélögin sinna margs konar
velferðar- og félagsmálum, þau
halda jólatrésskemmtanir fyrir
börn, hlynna að kirkjum héraðs-
ins, halda skemmtanir fyrir eldri
borgara og sjá um kaffisölu á fund-
um eða í réttum svo fátt eitt sé
talið.
Kvenfélag Bólstaðarhlíðar-
hrepps réðst í það stórvirki að gefa
út bók í tilefni 70 ára afmælis fé-
lagsins. Bókin heitir Ljós og skugg-
ar og hefur að geyma fjölbreytta
lýsingu af starfsemi félagsins ásamt
frásögnum og ljóðum eftir félags-
konur. Mjög er vandað til ritsins og
er það kvenfélagskonum í Bólstað-
arhlíðarhreppi til mikils sóma.
A afmælisfundinum flutti Elín S.
Sigurðardóttir, formaður SAHK er-
indi þar sem hún rakti sögu og
starf kvenfélagasambandsins í gróf-
um dráttum. (Sjá grein framar í
bókinni).
Kvenfélagasambandið og kven-
félögin minntust tímamótanna
með því að færa Heilbrigðisstofn-
uninni á Blönduósi peningagjöf.
Aflienti Elín 215 þúsund krónur
með tilmælum um að fénu verði
varið til kaupa á húsbúnaði í
gömlu hjúkrunardeildina.
Þá færði Björg Þorgilsdóttir, for-
maður Kvenfélags Sveinsstaða-
hrepps, sömu stofnun 70 þúsund
krónur í tilefni 70 ára afmælis
kvenfélagsins.
Guðmundur Theódórsson, for-
maður Heilbrigðisstofnunarinnar
og Sveinfríður Sigurpálsdóttir
hjúkrunarforstjóri, fluttu ávörp,
þökkuðu kvenfélagasambandinu
og kvenfélögunum fyrir veglegar
gjafir fyrr og síðar og færðu því
fallega blómaskreytingu í tilefni af-
mælisins.
Eftirtaldar konur voru gerðar að
heiðursfélögum SAHK:
Elísabet Sigurgeirsdóttir frá
Blönduósi, nú búsett í Reykjavík.
Guðrún Jónsdóttir frá Hnjúki,
nú búsett á Blönduósi.
María Jónsdóttir frá Húnsstöðum,
nú búsett á Blönduósi
Theódóra Berndsen, Blönduósi.
Valgerður Ágústsdóttir frá Geita-
skarði, nú búsett á Blönduósi.
Ollum konunum voru færð
heiðursskjöl og blóm en Elísabet
gat því miður ekki verið viðstödd
vegna veikinda.
Elín S. Sigurðardóttir, Torfalæk,
formaður og Ásgerður Pálsdóttir,
Geitaskarði, varaformaður gáfu
ekki kost á sér til áframhaldandi
setu í stjórn SAHK og voru í þeirra