Húnavaka - 01.05.1999, Page 206
204
IIUNAVAKA
Þegar haldin var 40 ára afmælis-
hátíð Húnavers, 7. desember,
mættu kórfélagar og sungu nokk-
ur lög. Einnig var sungið fyrir
Tryggva Jónsson, bónda í Artún-
um, á fimmtugsafmæli hans.
Skemmtikvöld var í Húnaveri
17. janúar. Tveir aðkomukórar
voru þar einnig, Lóuþrælar og
Sandlóur úr Vestur-Húnavatns-
sýslu. Hefur kórinn trúlega ekki
sungið fyrir fleiri áheyrendur í
Húnaveri síðan á 70 ára afmælishá-
tíð Karlakórsins 1995. I mars var
sungið fyrir söngstjórann er hann
hélt upp á fimmtugsafmælið sitt í
Miðgarði.
Er 20. mars rann upp brá kór-
inn sér heim í Búðardal og flutti
þar dagskrá sína í Dalabúð. I mars
var farið vestur á Hvammstanga á
árshátíð Lóuþræla og í byrjun
apríl var árshátíð karlakórsins
haldin í Húnaveri.
„Söngur um sumarmál“ er árleg
samkoma sem haldin var í þetta
sinn í Félagsheimilinu á Blöndu-
ósi. Þar sungu karlakórsfélagar auk
Samkórsins Bjarkar, Rökkurkórsins
úr Skagafirði og Skagfirsku
söngsveitarinnar úr Reykjavík. Var
þetta frábært skemmtikvöld og er
vonandi að húnvetnskt kórafólk
beri gæfu til að standa vel að þess-
ari samkomu í framtíðinni og gera
veg hennar sem allra bestan.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
hélt inn á Hveravelli 9. ágúst og
söng þar nokkur lög á samkomn
sem haldin var vegna afhjúpunar
minnisvarða um Höllu og Fjalla-
Lyvind.
Eins og jafnan áður var einn
hluti af starfi kórsins að syngja við
útfarir. Sungið var við fjórar at-
hafnir á starfsárinu.
Stjórnandi kórsins var eins og
undanfarin ár Sveinn Arnason frá
Víðimel í Skagafirði. Undirleikar-
ar vorn Thomas Higgerson og Pál
Szabó. Æfð voru 24 lög og því til
viðbótar þau sem æfð voru vegna
jarðarfara. Söngfélagar voru 33 og
áttu þeir allir sinn þátt í því að
gera starfið mögulegt.
Gubmundur Valtýsson.
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNINU.
Starfsemi safnsins var með svip-
uðu sniði og undanfarin ár. Það er
opið almenningi þrjá daga í viku,
mánudaga og þriðjudaga frá kl.
14 - 18 og miðvikudaga kl. 14 - 19.
Þannig er það yfir vetrarmánuðina
en lokað yfir sumartímann. Þó er
alltaf hægt að fá afgreiðslu surnar
og vetur með því að liafa samband
við skjalavörð.
Aðsókn að safninu og notkun
þess var svipuð og verið hefir. Þá
hafa margir leitað upplýsinga,
bréflega eða símleiðis. Allmargir
hafa einnig komið með skjöl, bæk-
ur, myndir og muni til varðveislu á
safninu, t.d. tvö málverk af hún-
vetnskum feðgum, máluðum af
Steingrími Sigurðssyni, listmálara.
Þá fékk safnið skrá frá áhuga-
mannahópi um verndun menn-
ingarminja í Kálfshamarsvík en
hópurinn skráði öll gömlu eyðibýl-
in, húsin og bæina, og setd niður