Húnavaka - 01.05.1999, Side 208
206
HUNAVAKA
oddviti Héraðsnefndar en Valgarð-
ur Hilmarsson, oddviti Engihlíðar-
hrepps, gaf ekki kost á sér til
endurkjörs en hann hafði verið
oddviti Héraðsnefndar frá stofnun
hennar 1988. Aðrir fulltrúar í hér-
aðsráð voru endurkjörnir, þeir
Magnús B. Jónsson og Pétur Arnar
Pétursson.
Á fundi 9. júlí lól Héraðsnefnd
héraðsráði að leita eftir samning-
um við Húsnæðisstofnun ríkisins
varðandi framtíðarlausn á málefn-
um Félags eldri borgara í A-Hún.
og reksturs félagslegs íbúðakerfis
fyrir aldraða að Flúðabakka 1 - 3 á
Blönduósi. I framhaldi af því hef-
ur héraðsráð ásamt framkvæmda-
stjóra ftmdað með fulltrúum
Húsnæðisstofnunar og félagsmála-
ráðherra. Enn hefur ekki tekist að
finna lausn á málefnum félagsins.
Á haustmánuðum hófust fram-
kvæmdir við lyftubyggingu við
Hnitbjörg á Blönduósi en þar er
leiguhnsnæði fyrir aldraða. Hús-
næðiö er á þrem hæðum og ljóst
er að lyfta mun bæta aðstöðuna til
muna. M)'ndarlegur arfur Margrét-
ar Sigurðardóttur til Hnitbjarga
mun renna til þessara fram-
kvæmda samkvæmt ákvörðun sér-
stakrar nefndar um ráðstöfun
arfsins. Áætlaður heildarkostnaður
er 6 - 6,5 milljónir.
Þann 2. október 1998 dæntdi
hæstiréttur í máli Islenska ríkisins
og Héraðsnefndar A-Hún. gegn
Pípulagnaverktökum ehf. Deilan
snérist ekki um hvort umrædd
verk hefðu verið unnin, heldur
hvað falla skyldi undir tilboðsverk
og hvað ekki.
Hæstiréttur dæmdi Héraðs-
nefnd til að greiða reikninginn
sem um var deilt ásamt dráttar-
vöxtum og málskostnaði rúmlega
2,9 milljónir. 1 dónti hæstaréttar
var ekki tekið á skuldaskilum milli
Islenska ríkisins og Héraðsnefndar
og hefur \'criö farið fram á það við
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið aö ríkið greiði 85% kostnað-
arhlut sinn vegna þessa máls.
Bryndís Björk Gwbjónsdóttir.
SVEITARSTJÓRNIR.
Kosningar til sveitastjórna fóru
fram 23. maí. Á Blönduósi og
Skagaströnd var viðhöfð hlutfalls-
kosniug en í öðrum hreppum sýsl-
unnar var kosning óhlutbundin.
Eftirtaldir hlutu kosningu í
sveitastjórnir.
Ashreppur:
Jón B. Bjarnason, Asi, oddviti.
Helgi Ingólfsson, Marðarnúpi.
Hjálmar Ólafsson, Kárdalstungu.
Sigrún Grímsdóttir, Saurbæ.
Þorbergur Aðalsteinsson,
Eyjólfsstöðum.
Blönduós:
Agúst Þór Bragason, Brekkubyggð 15,
forseti bæjarstjórnar.
Pétur Arnar Pétursson,
Hlíðarbraut 21, formaður bæjarráðs.
Gestur Þórarinsson, Urðarbraut 4.
Hjördís Blöndal, Heiðarbraut 2.
Jóhanna G. Jónasdóttir,
Mýrarbraut 19.
Sturla Þórðarson, Hlíðarbraut 24.
Vigdís Edda Guðbrandsdóttir,
Húnabraut 3.
Bæjarstjóri er Skúli Þórðarson,
Skúlabraut 43.