Húnavaka - 01.05.1999, Page 218
216
HUNAVAKA
skammti. Má vera að afleiðingin af
því sé meðal annars að stöðngt
berast fréttir af skemmdum sem
verða á gróðri og viðkvæmu landi
óbyggðanna af ógætilegum akstri
eða annarri umferð. Þurfum við
öll að halda vöku okkar þannig að
ekki spillist frekar en orðið er þessi
auðlind sem er og verður okkur
mjög dýrmæt.
Kristján Þorbjömsson.
FRÁ SÝSLUMANNINUM
Á BLÖNDUÓSI.
Rekstur embættisins var með
hefðbundnum hætti á árinu.
Reksturskostnaður var um 62 millj-
ónir króna en fjárveiting vegna
ársins var 63,3 milljónir og var því
rekstarafgangur um kr. 1.300 þús-
und. Fjárveiting fyrir árið 1999 er
68,2 milljónir. Fjárveiting var auk-
in um kr. 2,5 milljónir til að efla
starfsemi lögreglunnar en sótt hef-
ur verið um aukið fjármagn á und-
anförnum árum til að ráða einn
lögreglumann til viðbótar.
Ennfremur var gert kaupdlboð
í þann hluta neðstu hæðarinnar
að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi,
sem er í eigu Héraðsnefndar A-
Hún. Var það tilboð samþykkt í
byrjun árs 1999. Húsnæðið mun
nýtt af lögreglu og verða þar m.a.
bílageymsla, skjalageymsla o.fl. Er
þess vænst að hægt verði að taka
húsnæðið í notkun vorið 2000. Af
hálfu embættisins hefur sú krafa
verið sett fram við Fasteignir ríkis-
sjóðs, sem sjá um endurbætur og
viðhald á húsnæði embætdsins að
aðgengi fyrir fatlaða verði komið í
lag hið fyrsta og er þess vænst að á
því máli verði tekið samhliða breyt-
ingum á neðstu hæðinni. Að þvi
máli þarf þó líka að koma Héraðs-
nefnd A-Hún. sem eigandi efstu
hæðar hússins.
Sótt var um framlag úr List-
skreydngarsjóði ríkisins til kaupa á
listaverkum á skrifstofu embætds-
ins. Veittur var styrkur að fjárhæð
kr. 200.000,- og sér Aðalsteinn Ing-
ólfsson listfræðingur um listaverka-
kaupin. Aður hafði embættið
keypt tvö málverk eftir Ríkharð
Hjálmarsson. Ennfremur hafa ver-
ið settar upp myndir af þeim 9
sýslumönnum sem starfað hafavið
embættið frá 1871 til 1994. Þeir
eru Bjarni E. Magnússon, Lárus
Blöndal, Jóhannes Jóhannesson
(settur í tæp þijú ár), Gísli Isleifs-
son, Björn Þórðarson (settur í tvö
ár), AriJ. Arnalds, Bogi Brynjólfs-
son, Guðbrandur Isberg og Jón Is-
berg.
I samvinnu við sveitarfélögin í
sýslunni hefur verið unnið að gerð
nýrrar lögreglusamþykktar fyrir
Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu
en núverandi samþykktir eru frá
árunum 1941 og 1947 og eru
löngu orðnar úreltar.
Starfsemi embættisins var með
hefðbundnu sviði á árinu og verð-
ur hér á efdr gerð grein fyrir mála-
fjölda á nokkrum sviðum. Innan
sviga tölur fyrir árið 1997 til sam-
anburðar.