Húnavaka - 01.05.1999, Page 229
H U N A V A K A
227
Héraðsnefnd A-Hún. erujóhann
Guðmundsson, Sturla Þórðarson
og Sæmundur Gunnarsson. Til-
nefnd af starfsmannaráði er Bót-
hildur Halldórsdóttir.
Sjúkradeildarsvið.
Rekstur sjúkrahússins var með
hefðbundnum hætti á árinu að því
undanskildu að gamla sjúkradeild-
in var í september tekin í notkun
aftur, eftir talsverðar endurbætur,
sem hluti sjúkrasviðs með 13 rúm-
um fyrir aldraða langlegusjúklinga.
Heildarkostnaður sviðsins vegna
verktaka og efnis nam 5 milljónum
króna og er þá ótalin vinna ráðs-
manna við framkvæmdirnar. Að
öðru leyti var haldið áfram þeirri
stefnu sem lögð var á árinu 1996
að halda niðri útgjöldum á öllum
sviðum, markmið aðhaldsaðgerða
var að draga úr fyrirsjáanlegum
rekstrarhalla sem var áætlaður 8,8
milljónir. Rekstrarafkoma sviðsins
varð 2,9 milljónum króna jákvæð-
ari og er samkvæmt ársreikningi
5,9 milljónir.
Innlagnir sjúklinga voru 217 og
legudagar 11.587.
Mikil umbrot voru í launamál-
um á árinu í framhaldi af mörgum
kjarasamningum sem gerðir voru
á árinu 1997. Flylgdi því gerð að-
lögunarsamninga og voru haldnir
19 fundir um þá og önnur launa-
mál. Kjarasamningur sem var gerð-
ur við sjúkrahúslækna og tók gildi
1. nóvember 1997 leiddi til 25%
hækkunar launa lækna á sjúkra-
sviði og hélst sú hækkun eftir úr-
skurð kjaranefndar sem tók gildi 1.
apríl 1998. Hækkanir vegna ann-
ars fagfólks og starfsstétta innan
starfsmannafélaga er um 17%.
Launakostnaður hækkaði um 9,7
milljónir. Launabætur námu um 4
milljónum króna.
Viðhaldskostnaður fasteigna
nam 8 milljónum en þar af eru 5
milljónir vegna endurbóta á
gömlu sjúkradeildinni og ein millj-
ón vegna viðhalds á loftræsdkerfi.
Vegna þessara verkefna fengust
framlög frá ráðuneyti og sveitarfé-
lögum, samtals um 4,5 milljónir.
Keyptur var húsbúnaður á nýju
hjúkrunardeildina fyrir 569 þús-
und krónur og í eldhús var keypt-
ur nýr gufusjóðari fyrir 558
þúsund.
Með fjárlögum fyrir árið 1998
var rekstur starfsmannabústaða
fluttur aftur til stofnunarinnar en
ráðuneytið tók rekstur bústaðanna
úr höndum stjórnar 1994. Ljóst er
að framlög til að standa undir
rekstri bústaðanna eru langt frá
lagi og nam hallinn um 315 þús-
undum án þess að fengist væri við
stærri viðhaldsverkefni sem bíða
úrlausnar.
Heilsugceslusvid.
Kjaranefndarúrskurður um laun
heilsugæslulækna sem tók gildi 1.
apríl 1998 leiddi til 51,4% hækk-
unar launa lækna á heilsugæslu-
sviði. Hluti hækkunarinnar er
vegna tilfærslu tekna lækna af
reikningaverkum áður greiddum
af Tryggingastofnun ríkisins. Til-