Húnavaka - 01.05.1999, Page 230
228
HUNAVAKA
færslan er áætluð um 2 milljónir
króna. Engar launabætur hafa
fengist vegna jaessa
Viðhaldskostnaður fasteignar
nam 63 þúsundum króna.
Við heilsugæsluna á Skaga-
strönd var lokið við endurbætur á
aðstöðu tannlæknis og gerðar
voru breytingar á aðstöðu sjúkra-
þjálfunar. Kostnaður nam 506 þús-
und krónum. Unnið var að
endurbótum vegna vatnstjóns
vegna leka á neysluvatnslögnum.
Kostnaður þeirra framkvæmda
sem lokið var fyrir áramót nam
514 þúsundum.
Nýr samningur um sjúkraflutn-
inga tók gildi 1. janúar 1998. Sam-
kvæmt samningum færist rekstur
sjúkraflutninga frá heilsugæslu til
Rauða kross deildanna, launa-
greiðslur dl sjúkraflutningamanna
eru þó áfram á höndum heilsu-
gæslusviðs. Sjúkraflutningar á ár-
inu voru umtalsvert færri en \erið
hefur síðustu árin eða 76 flutning-
ar.
Dvalardeild.
Starfsemi dvalardeildarinnar var
með hefðbundnum hætti á árinu,
vistmenn voru níu í ársbyrjun en
ellefu í árslok, vistdagar voru
3.242.
Dvalardeildin kostaði hluta
framkvæmdakostnaðar vegna lyftu-
skipta, einnig kostaði deildin hluta
af framkvæmdakostnaði vegna
endurbóta hjúkrunardeildar á
þriðju hæð en dvalardeildin er
samrekin með hjúkrunardeildinni,
heildarkostnaður vegna þess nam
um 1,5 milljónum króna.
Bolli Ólafsson.
FLÓTTAMENN TIL BLÖNDUÓSS.
Undanfarin ár hafa flóttamenn
komið til Islands frá fyrrum lýð-
veldum Júgóslavíu. Fyrstí hópurinn
fór til Isafjarðar, annar til Hafnar í
Hornafirði og sá Jiriðji kom til
Blönduóss á árinu. I hópnum voru
6 fjölskyldur, alls 23 einstaklingar.
I enda apríl var Jón Ingi Einars-
son ráðinn verkefnisstjóri og sá
hann um frantkvæmd flótta-
mannaverkefnisins fyrir hönd
Blönduóssbæjar.
Sendinefnd á vegum Rauða
kross Islands fór út í apríl til fyrr-
um Júgóslavíu og valdi þann hóp
sem kont til Blönduóss.
Haldnir voru kynningarfundir
fyrir Joá aðila sem að verkefninu
konm á Blönduósi og Skagaströnd.
Farið var yfir heilbrigðis-, skóla-, fé-
lags- og atvinnumál með heima-
mönnum og verkefnin framundan
skoðuð, svo sem söfnun fatnaðar
og húsmuna, undirbúningur
stuðningsfjölskyldna og starf sjálf-
boðaliða. Hver ljölskylda fékk sér
til halds og trausts tvær til þrjár
stuðningsfjölskyldur.
Flóttafólkið kom til landsins að-
faranótt 21. júní og gisti eina nótt í
Re)kja\'ík á vegum Rauða krossins
en daginn eftir var haldið til
Blönduóss. Með þeint í för var
túlkur þeirra, Irena Kojic. Tekið
var á móti þeim í Félagsheimilinu
af Skúla Þórðarsyni, bæjarstjóra,