Húnavaka - 01.05.1999, Side 231
HÚNAVAKA
229
Páli Péturssyni, félagsmálaráð-
herra, bæjarstjórn Blönduóss, full-
trúum RKJ, sjálfboðaliðum,
stuðningsfjölskyldum, blaða-,
mönnum og fleirum, samtals um
130 manns.
Snæddur var kvöldverður, fólkið
boðið velkomið og því færðar gjaf-
ir. Að því loknu fylgdu stuðnings-
fjölskyldur hverri fjölskyldu til síns
nýja heimilis.
Strax og flóttafólkið hafði sofið
úr sér ferðaþreytuna hófst Sumar-
skólinn. I honum var reynt að
flétta saman íslensku og kynningu
á íslensku samfélagi.
Kennt var hálfan daginn og fólk-
inu oftast skipt í t\'o hópa, börn og
fullorðna. Islenska var uppistaðan
í námsefninu en reynt var að flétta
fleiri atriðum inní. Til dæmis fóru
börnin bæði á sund- og leikjanám-
skeið með öðrum börnum á
Blönduósi. Þá voru allir ungling-
arnir í unglingavinnunni hálfan
daginn og kynntust á þann hátt
heimafólki fyrr.
Farið var í skoðunarferðir um
héraðið og einnig til Akureyrar.
Haldin voru allmörg námskeið
sem varða lög og reglur, banka og
peningamál, verkalýðs- og launa-
mál svo eitthvað sé nefnt.
I septemberbyrjun hófu fimm
börn nám í Grunnskólanum á
Blönduósi. Það yngsta í var 1. bekk
og það elsta í 9. bekk. Vignir Ein-
arsson, aðstoðarskólastjóri, var ráð-
inn fagstjóri yfir grunnskóla-
kennslu barnanna. Einnig hafa
flest börnin stundað tónlistarnám
í Tónlistarskóla A-Hún.
Ftdlorðna fólkið hélt áfram í
fræðslunni, jafnframt sem það
stundaði vinnu, en í lok ágúst voru
allir komnir í vinnu hjá fyrirtækj-
um vítt og breitt um Blönduós.
Samheldni innan hópsins er
góð. Mikið er um afmælisboð og
eru þá notuð öll tungumál sem til-
tæk eru. Rauði krossinn hélt grill-
veislu í Húnaveri í sumar þar sem
nýbúar og stuðningsfjölskyldur
áttu saman ánægjulegan dag í blíð-
skaparveðri. Onnur hátíð var í lok
Sumarskólans þar sem nýbúarnir
sýndu þjóðdansa.
Með komu flóttafólksins frá fyrr-
um Júgóslavíu tók Blönduóssbær
að sér verkefni í eitt ár. Gerður var
samningur við Félagsmálaráðu-
neytið og greiðir ráðuneytið allan
kostnað við verkefnið samkvæmt
kostnaðaráætlun. Eftir að fyrsta ár
nýbúanna er liðið þurfa þeir að
bjarga sér sjálfir eins og hverjir
aðrir Islendingar. Vonandi verðum
við, sem búum í þessu samfélagi,
tilbúin að rétta þeim hjálparhönd
sem og öðrum er á þurfa að halda.
Páll Ingþór.
NÝ STOFNUN.
Svæðisvinnumiðlun Norður-
lands vestra hóf starfsemi sína 1.
febrúar. Stofnunin hefur það hlut-
verk að sjá um atvinnumiðlun og
greiðslur atvinnuleysisbóta í kjör-
dæminu.
Með samþykkt nýrra laga um
vinnumarkaðsaðgerðir og at\'innu-
leysistryggingar hefur ríkisvaldið í
samráði við aðila vinnumarkaðar-