Húnavaka - 01.05.1999, Page 244
242
HUNAVAKA
haldin Skammdegishátíð í nóvem-
ber. Þetta er hugmynd frá Tromsö
í Noregi en þar kemur sólin ekki
upp fyrir sjóndeildarhringinn í tvo
mánuði. Börnin skreyttu og mál-
uðu, tungl og stjörnur voru hengd-
ar upp. Börnin mættu í
furðufötum og máluð í framan.
Síðan \'ar kveikt á kertum og dans-
að. Margir á Islandi halda upp á
fyrsta sólardaginn í janúar en hér
er haldið upp á tunglið og skamm-
degið.
Þá eru ýmsir liðir orðnir fastir
árlegir viðburðir. I janúar er þorra-
blót þar sem hefðbundinn þorra-
matur er á borðum. Hann fellur
þeim ungu að vísu misjafnlega í
geð en harðfiskurinn er alltaf vin-
sælastur. I febrúar eru bolluvendir
búnir til fyrir bolludaginn og á
öskudaginn eru fyrirtæki heimsótt,
mikið stingið og sælgæti þegið að
launum. A vorin er farið í heim-
sókn í sveitina til að skoða dýrin og
eru lömbin og kálfarnir vinsælust.
Ekki eru þó allir sáttir við lyktina í
útihúsunum og suinir halda fyrir
nefið.
I ntaí lýkur svo hefðbundinni
vetrarstarfsemi með smá útskriftar-
athöfn og í júní er farið með út-
skriftarbörnin í skíðaskálaferð og
þar gist eina nótt. Það getur verið
þrekraun þegar maður er bara 6
ára og hefur aldrei farið einn að
heiman en þetta hefur alltaf tekist
og enginn þurft að fara heint um
miðja nótt.
Fyrir jólin er margt gert til
skemmtunar, svo sem piparköku-
bakstur, aðventukaffí ogjólaball
með jólasveinum úr Spákonu-
felli.
I starfi með elstu börnunum er
unnið markvisst að undirbúningi
þeirra fyrir næsta skólastig.
Virkt foreldrafélag er starfandi
sent styður á fjölbreyttan hátt við
starfsemina. Leikskólastjóri er
Helga Bergsdótdr.
Höjdaskóli.
Á vorönn 1998 stunduðu 119
nemendur nám í Höfðaskóla í 10
bekkjardeildum. Skólahald var
með venjubundnu sniði, auk
kennslu eru ýrnsir viðburðir s.s.
árshátíð, grímudansleikur, ýrniss
konar félags- og fræðslustarfsemi,
námskeið og heinrsóknir.
Þann 1. mars fluttist leikfimi-
kennslan í nýtt íþróttahús og við
það gjörbreyttist öll aðstaða dl leik-
fimikennslu enda er þetta í fyrsta
sinn í 60 ára sögu skólans sem leik-
fnni er kennd í húsi sem sérstak-
lega er byggt til þeirra nota.
Sú hefð hefur verið lengi að
nemendur 8.-10. bekkjar hafa á\'allt
farið saman í skólaferðalag, ýmist
til Vestmannaeyja, á Snæfellsnes, í
skíðaferðalag eða eitthvað annað.
Að þessu sinni var ákveðið að
bregða undir sig betri fædnum og
heimsækja Danaveldi. Með alls
kyns útsjónarsemi við fjáröflun og
styrkjum tókst að safna nægilegu fé
til fararinnar. Dvöldu nemendur
eina viku í Danmörku seinni hluta
maí, ferðuðust víða, heimsóttu
danska nemendur og skoðuðu
margt forvitnilegt.