Húnavaka - 01.05.1999, Side 248
246
HUNAVAKA
eignaðist fljótlega ýmis björgunar-
tæki, m.a. björgunarbát og flug-
línutæki, sem betur fer þurfti
sjaldan að nota.
Ai'ið 1986 var félagið endurvak-
ið og hefur það starfað að talsverð-
um þrótti síðan. Það er nú í eigin
húsnæði sem hýsir starfsemi þess
og tækjakost, á björgunarbát af
gerðinni SEABER 23, með 195 ha.
vél, og annan eldri slöngubát, bif-
reiðar af Bens Unimok gerð, og
Chevrolet gerð og hlut í snjóbíl af
gerðinni Kassbohrer. Þá á félagið
nýleg fluglínutæki.
A árinu var ýmislegt um að vera
hjá félaginu. Auk viðhalds á tækja-
kosti sá félagið um gæslu á Kántrý-
hátíð, stóð fyrir skyndihjálpar-
námskeiði og sá að venju um dag-
skrá sjómannadagsins. Ekki var um
meiri háttar útköll að ræða en að-
stoð veitt við smærri verkefni. Þá
var opið hús þegar Slysavarnarfé-
lag Islands hélt upp á 70 ára af-
mæli sitt.
Fimmtíu ár voru liðin frá því
kappróðrabátarnir, Gustur og
Gola, voru fyrst teknir í notkun.
Bátarnir voru smíðaðir snenrma
árs 1948 í Bátastöð Kristjáns Nóa
Kristjánssonar á Akureyri og kost-
uðu 12.540,59 krónur. Þeir voru
notaðir í fyrsta sinn á sjómanna-
daginn það sama ár og gaf Hjörtur
Klemensson, formaður í Vík, þeim
nöfn. A árinu fór nokkur viðgerð
fram á bátunum og þeir voru mál-
aðir. Þeir voru síðan notaðir að
venju í hinn ómissandi kappróður
á sjómannadag.
Golfklúbbunnn.
Sumarið var golfurum frekar
hagfellt hvað veðurfar og vallar-
ástand varðar. Heldur hefur þó fé-
lagsmönnum fækkað því fáir fylla í
þau skörð sem nryndast. Mótahald
var með rólegra nróti en hæst bar
Opna Búnaðarbankamótið og
Minningarmót um Karl Berndsen.
Þá sendi klúbburinn sveit í 7. deild
GSI og lenti hún í 5. sæti af níu.
Tveir starfsnrenn voru í fullu
starfi yfir sumartímann við hirð-
ingu vallarins og Uðhald. Golfskál-
inn var málaður að utanverðu og
bílastæði lagfært. Auk minni lag-
færinga á brautum var sáð í vænt-
anlegt æfmgasvæði.
Skagastrandarmeistarar urðu
hjónin Dagný Sigmarsdóttir og Ad-
olf H. Berndsen. (I síðustu Húna-
vöku var farið rangt nreð nafn
Skagastrandarmeistara í kvenna-
flokki árið 1997, það var ekki Fríða
Hafsteinsdóttir eins og sagt var
heldur var Dagný Sigmarsdóttir
einnig þá meistari). Héraðsmeist-
arar urðu hins vegar Brynjar
Bjarkason GOS og Fríða Hafsteins-
dóttir GSK.
Norrœna félagid.
Tveir fulltrúar Norræna félags-
ins, ásamt fulltrúum Höfðahrepps,
sóttu vinabæjamót í Lohja í Finn-
landi sl. vor en auk þess átti Nor-
ræna félagið þar 50 ára afmæli.
Auk skoðunarferða og menningar-
viðburða voru umhverfismál og
aðgerðir sveitarfélaga í þeirn mála-
flokki á dagskránni.