Húnavaka - 01.05.2003, Side 90
88
HUNAVAKA
að hvíla mig. Pedruzio aðstoðar hina við að taka til á svæðinu, korna öllu
í samt Iag og ég finn að ég er fegin að hann fer. Þarf að slaka á eftir dag-
inn en ekki með honum, ég er ekki eins manns kona. Finn að ég þarf
karlmann með kirsuberjavíninu mínu og hlakka til því að ég veit að það
gerist. Eg veit ekki hvernig nákvæmlega. Eg veit hluti og tengi mig oftast
nær auðveldlega við leiðbeinendur mína þegar ég les spilin. Eg velti ekki
mikið fyrir mér hvernig persóna ég er eða hvað öðrum finnst um mig
og uppruna minn, vinnu mína. Eg þekki sjálfa mig alveg, veit oftast hvað
gerist næst hjá mér og hvernig ég bregst við fólki og atburðum. Og ég
dýrka og dáist að karlmönnum, hef reyndar ekki orðið ástfangin af nein-
um þeirra. Sumum fell ég íyrir og sameinast þeim á líkama og sál í eitt
skipti eða nokkur. Þeir vilja fá líkama minn og falla fyrir dularfullu útliti
mínu, sumir falla fyrir því að ég sækist ekki eftir þeirn heldur veit að þeir
koma. Eg þarf bara að vera róleg og bíða.
Það er hánótt þegar ég vakna við djarfleg högg á hurðina rnína. Eg er
mjög slök eftir tvö glös af kirsuberjavíni og lestur góðrar bókar fyrir svefn-
inn. Eg er í bláa aðskorna náttkjólnum mínurn og veit að ég er glæsileg,
dökk á húð og hár. Lít út fyrir að vera nákvæmlega það sem ég er, sígauni
og seiðkona, heit og villt. Svo dríf ég mig til dyra. Uti er uppáhaldstrúð-
urinn minn, hann Bianco, reyndar kominn úr trúðsgervinu og honurn
bregður svo við að sjá mig á náttkjólnum með hárið niður á mitti að
hann næstum gleymir að rétta mér blómvöndinn sem hann hefur tínt
handa mér. Hann gerir það oft og dekrar við mig á alla lund. Hann er
líka svo frábærlega skemmtilegur að við hlæjum og hlæjum sarnan.
„Natashja, ástin mín, komdu ekki svona til dyra. Þú gætir lent í óðum
karlmanni sem myndi reyna að komast upp í til þín!“ Við hlæjum og ég
býð honum inn, tek við blómunum og set þau í krukku, gef honum vín,
læt hann klára úr flöskunni og horfa á mig þar til hann ræður sér ekki
lengur. „Leyfðu mér að sofa hérna“ segir hann, „ég er svo einmana í
nótt.“ „Allt í lagi“ segi ég, „en nú verður þú að sofa uppí hjá mér. Þú veist,
til þess að borga gistinguna."
Allt í einu er eins og vagninn minn sé orðinn allt of lítill fýrir okkur og
allt sem við erum að hugsa og finna, loftið er einhvern veginn mettað
og ég finn frekar en sé að, hann Bianco, fálmar eftir mér algjörlega á
valdi þessa einkennilega andrúmslofts. „Natashja...Natashja.....“.
Það er að kvölda aftur. Eg hef minn venjulega undirbúning. I kvöld
líður mér sannarlega vel, svo vel að ég brenni Opium. Pedruzio kíkir í
dyrnar. „Það er aldeilis“ segir hann, „bara sparilyktin í kvöld.“ Hann bros-
ir og mér finnst gott að hann skuli vera á sínum stað, öruggur.
Kvöldið líður og það er frábært. Eg les fyrir ntjög mörgum og það er
eins og orka mín hafi margfaldast. Það er komið fram yfir miðnætti þeg-
ar þau síðustu fara frá mér. Eg veit af hverju orka mín er svona sterk. Bi-
anco elskar mig og þráir. Þótt ég elski hann ekki þá finnst mér það gott
og hann gerir allt fyrir mig í vagninum mínum.