Húnavaka - 01.05.2005, Blaðsíða 63
H U N A V A K A
61
Ég var komin út að bflnum. Berglind tók töskuna mína.
- Svona, mamma mín. Ég skal láta hana í skottið, sestu bara inn.
Ég settist í framsæti en Linda yngri hafði hreiðrað um sig afturí. Hún
beygði sig fram og hvíslaði að mér.
- Amma, þetta er algjört klístur allt saman. Mér fínnst að þú gætir vel
búið hérna áfram. Þetta pakk í familíunni er svo frekt, eins og þau eigi að
ráða fyrir annað fullorðið fólk. Algjör skítur, finnst mér. Það á allt að vera
á einhverjum plönuðum stað. Gamalt fólk á elliheimilum, krakkar á dag-
heimilum. Það er eins og fólk sé að raða málverkum upp á vegg. Þetta fé-
lagslega kjaftæði alltaf og mannna er andskotann ekkert skárri en hin.
Þetta er skítur og klístur, segi ég.
Ég sussaði á hana.
-Æ, amma láttu ekki eins og ég sé einhver græningi. Þú ert líka miklu
hressari en þessir skilningslausu apaheilar í þessari fjölskyldu, mamma
er þar með talin.
Mér fannst ég verða að setja ofan í við hana en mér gafst ekki tími til
þess. Berglind settist inn og við ókum af stað.
Eftir drjúga stund stöðvaði Berglind bílinn í stórri innkeyrslu við elli-
heimilið. Mér leist ekkert á bygginguna. Stórt, grátt hús, kassalaga eins
og legókubbur á víðavangi. Og þetta var framtíðarheimilið mitt. Viðfelld-
in kona tók á móti okkur. Hún bauð mig velkomna og sýndi mér her-
bergið sem ég átti að fá til umráða. Sem betur fer ein. Ég hefði aldrei
getað deilt herbergi með öðrum konum. Þetta var í sjálfu sér alveg nógu
stórt fyrir mig. Veggirnir málaðir ljósbrúnir og innbyggðir skápar í veggj-
um. Þarna voru nú samankomnir þeir munir sem sem ég hefði alls ekki
viljað láta frá mér. Börnin mín höfðu sjálfsagt séð um að flytja það. Það
vantaði ekki hjálpsemina við að koma mér þarna fyrir.
Konan, sem sagðist heita Klara, yfirgaf okkur en sagði að það yrði
komið og mér vísað á kaffistofuna er kaffitíminn kæmi.
Berglind og Linda voru enn hjá mér.
- Mamma, viltu að við hjálpum þér?
Ég hristi höfuðið. Ég kepptist við að taka upp úr töskunum mínum.
Það var betra að liafa eitthvað fyrir stafni en standa þarna eins og þvara
og reyna að leyna vonbrigðunum sem byltust innra með mér.
- Ertu viss um að það sé ekkert sem við getum gert?
-Já, Berglind mín. Það er allt í lagi með mig. Þú ert búin að hafa nóg
fyrir mér. Þið skuluð bara fara núna og svo lítið þið til mín seinna.
Linda faðmaði mig að sér.
- Amma, ég skal koma svo oft að þú fáir útbrot af því einu að hugsa
um mig.
Ég gat ekki annað en hlegið.
- Ég gæti aldrei fengið nóg af þér, hjartað mitt.
Berglind kyssti mig.
- Við sjáumst fljótt, mamma mín.