Húnavaka - 01.05.2005, Blaðsíða 80
78
H U N A V A K A
lærdóm og minnist ánægjustunda frá þeim tíma, oftast við afgreiðslu-
borðið í Shell-sjoppunni. Var þá reglan um fyrsta lið í öðru veldi plús t\'ö-
falt pródukt beggja liða, í hávegum liöfð.
Paufaðist inn dimman torfbæinn
Á pósthúsinu var Vilhelm, hægur maður og rólegur, traustur maður ætt-
aður af Höfðaströnd í Skagafírði. Synir hans þrír voru fluttir að heiman
þegar skrásetjari man eftir sér. Þeir urðu vinstrimenn og einn þeirra varð
þekktur prestur og prófastur á Vestfjörðum, að eigin sögn leið honum
alltafvel þegar hann jarðsetti framsóknarmenn.
Svo komu Haraldur og Ebba, þau voru líka traust fólk. Skrásetjari bar
stundum út póst jDegar svo bar undir og kynntist nákvæmni Jjeirra Har-
aldar og Bjarna Páls. Einnig á skrásetjari minningar frá því að fara með
kvaðningar frá símstöðinni. Það var drjúg tekjulind að kveðja fólk til
langlínusímtals á símstöðina, fólk sem ekki hafði síma, fyrir þetta var
greitt ágæta vel. Þegar hringt var heim og maður beðinn að fara með
kvaðningu, var hjólað á símstöðina og tekinn miði sem á stóð hver ætti
að koma í símann og klukkan hvað. Viðkomandi kvittaði síðan fyrir mót-
töku og maður fór aftur á símstöðina og fékk aurinn. í þessu starfi hitti
maður margt fullorðið fólk, sérstaklega það sem bjó uppi á túnunum og
virtist sumt hvert búa við knöpp kjör, bæði eldra fólkið og barnmörgu
fjölskyldurnar.
Ofan við pósthús, á bakka Blöndu, bjuggu Páll Geirmundsson og
Hjálmfríður í húsi sem ég hélt að héti - Matur kaffí gisting - en það hét
reyndar Mosfell og heitir enn. Páll var í raun bóndi en átti jeppa og sá
um aðdrætti fyrir Kvennaskólann. Hann hafði rekið refabú f eina tíð.
Rétt við Mosfell var hús Laugu og Jóns Sumarliðasonar, pínulítið hús
sem stóð alveg við götuna, þjóðveginn milli Norður- og Suðurlands. Svo
mikill var stundum aur-austurinn af götunni á framhlið og glugga hússins
að þar hlýtur að hafa verið skuggsýnt inni þótt bjartur dagur væri. Þarna
ólust upp þau prúðu systkini, Sigrnar, Vignir, Baldur, Kristín og Kristinn.
Beint á móti er Olafshús. Það hús var samsett úr gömlum torfbæ og
nýju tvílyftu timburhúsi. Þarna bjó Páll Bjarnason sem fyrstur kom með
bíl í A-Húnavatnssýslu. Kona hans var Jóhanna Olafsdóttir af Bólu-Hjálm-
arsætt. Börn þeirra voru Ingibjörg (Budda) og Bjarni á Pósthúsinu.
Frammi í torfbænum var Lúsinda systir Jóu. Sögumaður þurfti ungur að
sækja mjólk í brúsa í þetta hús, nær daglega. Það var á stundum
þrekraun að paufast inn dinnnan torfbæinn, inn að dyrum að nýja hús-
inu, framhjá drungalegum vistarverum Lúsindu og fram hjá dauðum
hænsnum og öðrum matvælum sem hengd voru upp á loftbitana í fram-
húsinu. Þarna var aldrei ljós.
Ofan við Olafshús bjuggu Skúli Benjamínsson í smiðjunni eða Þuríð-