Húnavaka - 01.05.2005, Blaðsíða 82
80
H Ú NAVA KA
dó ungur, eldri eru svo Gréta og Stefán og Millý sem líka hét Jóna. Rétt
við Bala upp með Hreppaveginum var bær Jakobínu og Sumarliða Tóm-
assonar, þá Þórðarhús en þar bjuggu Þóra Þórðar og Svavar Agnarsson,
bróðir Guðmundar hestamanns. Dætur þeirra eru Erna og Agnes. Þau
höíðu kindur heima við og Þóra var vandvirk saumakona.
Nágrannar þeirra voru Helga og Þóri Þollleifs (Þórarinn Þorleifsson)
sem bjuggu í Arbæ með sín mörgu og duglegu börn. Þaðan var góður
spotti fram hjá Friðfinnshlöðunni (Jobbahlöðu) að Pálmalundi, þar sem
bjuggu Torfhildur og Jónas Vermundsson, sem vann á vegheflinum, með
soninn Bróa sem heitir reyndar Sigurgeir. Hann eignaðist ungur skelli-
nöðru og síðan flotta Ford Mercury drossíu. Síðar ók hann vörubílum
af stærstu gerð.
I Brúarlandi voru Stefanía og Theódór Kristjánsson og beint á móti, í
Tungu, voru Bogga og Oli Sigurjóns með barnahópinn stóran og mynd-
arlegan. Þar sem nú er bókasafn héraðsins var áður bústaður Stefáns
söðlasmiðs sem flutti í Skagafjörð þegar bræðurnir, Ki istján og Hilmar
Snorrasynir, keyptu af honum hús og tún.
Við Pálshlöðuna voru gatnamót þar sem Hreppavegurinn lá upp í
gegnum túnin og meðfram mógröfunum. Það var snemma stöðvunar-
skyldumerki á þessum blindu gatnamótum.
Sveið í augun undan hríðinni
Meðfram Hreppaveginum voru nokkur hús eða bæir (kot/þurrabúðir).
Aður er nefndur Sumarliðabærinn. Ofar og austan við veginn var bær
Sigríðar og Valdimars Jóhannssonar (Valda stóra), Miðsvæði, hjá þeim
ólst dóttursonurinn Svavar Indriðason upp. Þá kom Vinaminni (eða
Möllubær). Þar bjó síðast Pétur Andrésson sem fékk Uðurnefnið maka-
lausi, sem var óverðskulclað rangnefni. Það þurfti oft að fara með síma-
kvaðningu til þeirra hjóna.
Skammt þar frá var Baldurshagi, bær Indriða og Margrétar, foreldra
Friðriks og Jóseps Indriðasona. Við þann bæ var byggð stofa sem síðar
þjónaði sem skátaheimili urn skeið. Þar hélt skátaflokkurinn Þrestir, sem
var hluti af Skátafélagi Blönduóss, fundi sína. Þar voru þeir foringjar, vin-
irnir Kalli og Unnar. Skrásetjari var síðar foringi í þeim flokki og á marg-
ar minningar frá fundarhöldum í Margrétarbænum.
Alveg við Hreppaveginn miðjan stóðu tvö hús. I öðru bjó, að ég held,
Guðrún vökukona en seinna bjó þar Elísabet Lárusdóttir (Elísabet í
Klaufinni) kattakona, sú sem arfleiddi KattaUnafélag Islands af eigum
sínum sem ku ekki hafa verið neinir smáaurar.
í hinu húsinu, sem nefndist Vellir, bjuggu hjónin, Helga og Rögnvald-
ur Sumarliðason með börnin, Ævar, Báru og Lýð sem var yngstur, eldri
systurnar voru farnar að heiman.